Að virkja fyrir ömmu Dofri Hermannsson skrifar 13. apríl 2012 06:00 Nú vilja ýmsir að lífeyrissjóðirnir okkar verði notaðir til að virkja fyrir frekari stóriðju. Einkum virkjanabransinn og stjórnarmenn lífeyrissjóða sem eru hallir undir stóriðjustefnu. Þegar hafa 14 lífeyrissjóðir keypt 25% hlut í HS orku. Með því hafa þeir stillt hagsmunum ömmu og afa upp með hagsmunum virkjanageirans og á móti hagsmunum náttúrunnar og verndarnýtingar. Rætt er um að lífeyrissjóðir kaupi hluta í Landsvirkjun og eigi Hverahlíðarvirkjun. Þetta er afar varhugavert. Í fyrsta lagi er mjög áhættusamt að fjárfesta í virkjunum og óvíst að peningarnir skili sér aftur. Einkum eru jarðvarmavirkjanir vandasamar. Þær eru í raun líkari námugreftri en virkjun lindar því eftir 50 ára nýtingu þarf að hvíla viðkomandi jarðhitasvæði í 100-200 ár. Aðeins 12-14% orkunnar eru nýtt, restin fer til spillis. Mengunarbúnaður til að ná brennisteini úr gufunni er of dýr til að það sé gert. Ekki beinlínis jákvætt á öld sjálfbærrar þróunar. Þó er ótalið það sem kannski skiptir mestu máli. Á Reykjanesskaganum, allt frá Hengli að Reykjanestá, er samfelld náttúruperlufesti sem á sér hvergi samjöfnuð í heiminum. Fjölbreytileiki hverasvæðanna er einstakur og fegurð landsins mikil. Sú staðreynd að þar gengur Atlantshafshryggurinn á land og að þar eru virkar eldstöðvar gerir svæðið óviðjafnanlegt sem jarðminjasvæði. Allt þetta væri vert að vernda fyrir virkjunum og tilheyrandi línulögnum þó enginn græddi neina peninga á því. Bara til að eiga þetta. Svona eins og handritin. En svo er líka vel hægt að græða á því að vernda þetta einstaka svæði. Áhugi á útivist hefur aukist svo á síðustu árum að skrifum í gestabækur FÍ á Esjunni hefur á áratug fjölgað úr 2-3 þúsund í 12-14 þúsund. Sömu þróun sjáum við í Henglinum og við jarðhitasvæðin í Krýsuvík. Með aukinni áherslu á ráðstefnugesti, sífellt fleiri erlendum ferðamönnum og hækkandi bensínverði eykst verðmæti þessara náttúrusvæða. Að fjárfesta í eyðileggingu þeirra er galið. Það væri hins vegar skynsamlegt að fjárfesta í verndarnýtingu þeirra. Eldfjallaþjóðgarður hefur verið nefndur sem dæmi. Það viðskiptamódel er vel þekkt og líklega er Yellowstone- þjóðgarðurinn frægasta dæmið. Það sem við höfum að sýna er ekki síðra og er staðsett á milli alþjóðaflugvallar og höfuðborgarinnar. Þá væri hagsmunum afa og ömmu stillt upp með hagsmunum náttúru, umhverfis og komandi kynslóða. Af hverju skoða ekki lífeyrissjóðirnir okkar þennan fjárfestingarkost? Er þeim stjórnað af virkjanaiðnaðinum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú vilja ýmsir að lífeyrissjóðirnir okkar verði notaðir til að virkja fyrir frekari stóriðju. Einkum virkjanabransinn og stjórnarmenn lífeyrissjóða sem eru hallir undir stóriðjustefnu. Þegar hafa 14 lífeyrissjóðir keypt 25% hlut í HS orku. Með því hafa þeir stillt hagsmunum ömmu og afa upp með hagsmunum virkjanageirans og á móti hagsmunum náttúrunnar og verndarnýtingar. Rætt er um að lífeyrissjóðir kaupi hluta í Landsvirkjun og eigi Hverahlíðarvirkjun. Þetta er afar varhugavert. Í fyrsta lagi er mjög áhættusamt að fjárfesta í virkjunum og óvíst að peningarnir skili sér aftur. Einkum eru jarðvarmavirkjanir vandasamar. Þær eru í raun líkari námugreftri en virkjun lindar því eftir 50 ára nýtingu þarf að hvíla viðkomandi jarðhitasvæði í 100-200 ár. Aðeins 12-14% orkunnar eru nýtt, restin fer til spillis. Mengunarbúnaður til að ná brennisteini úr gufunni er of dýr til að það sé gert. Ekki beinlínis jákvætt á öld sjálfbærrar þróunar. Þó er ótalið það sem kannski skiptir mestu máli. Á Reykjanesskaganum, allt frá Hengli að Reykjanestá, er samfelld náttúruperlufesti sem á sér hvergi samjöfnuð í heiminum. Fjölbreytileiki hverasvæðanna er einstakur og fegurð landsins mikil. Sú staðreynd að þar gengur Atlantshafshryggurinn á land og að þar eru virkar eldstöðvar gerir svæðið óviðjafnanlegt sem jarðminjasvæði. Allt þetta væri vert að vernda fyrir virkjunum og tilheyrandi línulögnum þó enginn græddi neina peninga á því. Bara til að eiga þetta. Svona eins og handritin. En svo er líka vel hægt að græða á því að vernda þetta einstaka svæði. Áhugi á útivist hefur aukist svo á síðustu árum að skrifum í gestabækur FÍ á Esjunni hefur á áratug fjölgað úr 2-3 þúsund í 12-14 þúsund. Sömu þróun sjáum við í Henglinum og við jarðhitasvæðin í Krýsuvík. Með aukinni áherslu á ráðstefnugesti, sífellt fleiri erlendum ferðamönnum og hækkandi bensínverði eykst verðmæti þessara náttúrusvæða. Að fjárfesta í eyðileggingu þeirra er galið. Það væri hins vegar skynsamlegt að fjárfesta í verndarnýtingu þeirra. Eldfjallaþjóðgarður hefur verið nefndur sem dæmi. Það viðskiptamódel er vel þekkt og líklega er Yellowstone- þjóðgarðurinn frægasta dæmið. Það sem við höfum að sýna er ekki síðra og er staðsett á milli alþjóðaflugvallar og höfuðborgarinnar. Þá væri hagsmunum afa og ömmu stillt upp með hagsmunum náttúru, umhverfis og komandi kynslóða. Af hverju skoða ekki lífeyrissjóðirnir okkar þennan fjárfestingarkost? Er þeim stjórnað af virkjanaiðnaðinum?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar