Erlent

Hringdi í lögregluna eftir að konan vildi meira kynlíf

Maðurinn flúði út á svalir. Motturnar tvær tengjast fréttinni ekki beint og ekki heldur þessar svalir, þar sem myndin er úr safni.
Maðurinn flúði út á svalir. Motturnar tvær tengjast fréttinni ekki beint og ekki heldur þessar svalir, þar sem myndin er úr safni.
Örvæntingafullur Þjóðverji þurfti að grípa til þess ráðs að hringja í lögregluna eftir að hafa farið heim með konu af bar kvöldið áður. Ástæðan var sú að konan vildi meira kynlíf þrátt fyrir að þau höfðu stundað kynlíf nokkrum sinnum yfir nóttina.

Maðurinn sem er 43 ára gamall hitti konuna á bar í München í Þýskalandi síðastliðið mánudagskvöld. Þau fóru heim til konunnar, sem er 47 ára gömul, og stunduðu kynlíf nokkrum sinnum um kvöldið og nóttina, er haft eftir lögreglunni í borginni.

Um morguninn heimtaði konan meira frá honum en hann neitaði því og bjó sig undir að yfirgefa íbúð hennar og halda heim á leið. En hún tók það ekki í mál, hann skildi hypja sig aftur í rúmið. Hann tjáði henni að hann vildi fara heim og vildi ekki stunda meira kynlíf. Svona gekk þetta í einhvern tíma og að lokum fór konan fram úr rúminu og stóð fyrir útidyrahurðinni. Hann hljóp þá undan henni og út á svalir þar sem hann hringdi á lögregluna og bað um aðstoð.

Þegar lögreglumenn bönkuðu upp á hjá konunni var maðurinn úti á svölum. Þeir hleyptu manninum út og fékk hann að fara heim til sín. En þrátt fyrir að maðurinn væri farinn heim lét konan sér ekki segjast. Því að sögn lögreglunnar reyndi hún að tæla lögregluþjónana tvo í rúmið. Það gekk ekki eftir.

Hún á líklega yfir höfði sér kæru vegna kynferðislegrar áreitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×