Erlent

Robin Gibb við dauðans dyr

Robin Gibb, sem þekktastur er fyrir að vera einn af meðlimum Bee Gees, liggur í dái á sjúkrahúsi í Lundúnum. Læknar þar fullyrða að hann eigi einungis fáeina daga eftir á lífi. Gibb, sem er 62 ára gamall, hefur strítt við heilsufarsvandræði í langan tíma og hefur meðal annars strítt við krabbamein í lifur og þörmum. Til stóð að Robin Gibb kæmi til Íslands fyrir síðustu jól til þess að syngja á tónleikum með Björgvin Halldórssyni en ekkert varð úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×