Youtube hafnar Félagi tónskálda og textahöfunda 13. janúar 2012 11:30 Félag tónskálda og textahöfunda leitar nú leiða til að afla tekna, en ekki eru allir sammála um leiðirnar. Jakob Frímann Magnússon er formaður FTT. Fréttablaðið/GVA „Það eru allir í heiminum að klóra sér í hausnum yfir því hvernig rétthafarnir, þeir sem að eiga músíkina, geti eignast hlutdeild í arðinum sem er að þessu efni í net- og símheimum.“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. Ein vinsælasta vefsíða heims, myndbandasíðan Youtube, hafnaði nýlega beiðni FTT um að greiða höfundaréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. „Íslendingar eiga að líkindum heimsmet í Youtube og Facebook-notkun,“ segir Jakob Frímann. „Við vildum að þeir myndu greiða einhvers konar greiðslu, eins og þeir gera víða um heim. Að þeirra mati verðskuldar Ísland ekkert slíkt. Við erum ekki nógu stór og digur að þeirra mati. Og nógu langt í burtu til að ekki þurfi að óttast eitthvað kvak í smáfuglum við endimörk hins byggilega heims.“ FTT leitar nú leiða til að afla tekna á móti því sem félagið telur að tapist með ólöglegu niðurhali og streymi á vefsíðum á borð við Youtube, Facebook og Grooveshark. Síðustu ár hafa verið uppi hugmyndir innan FTT um að fara í samningaviðræður við íslenskar netþjónustur um að rukka ákveðið gjald af hverri nettengingu á Íslandi, svipað og rukkað er af skrifanlegum geisladiskum. Gjaldið myndi renna til aðildarfélaga FTT og þaðan til höfunda í formi höfundaréttargjalda. FTT er klofið í afstöðu sinni til gjaldsins og eru það vefsíðurnar Tónlist.is, Gogoyoko og Grapewire, sem setja sig upp á móti því. „Þeir telja að þetta kynni að ögra stöðu þeirra á markaði, sem miðlari tónlistar,“ segir Jakob. „Við höfum lagt fram að þetta sé einn valkosturinn, ein leiðin, svo eru sumir skeptískir á þá leið, en hafa ekki komið með neina aðra betri í staðinn. Aðra en þá að stemma stigu við ólöglegu niðurhali og auglýsa voða vel alla löglegu kostina.“ Spurður hvernig netfyrirtækin hafa tekið hugmyndinni segir Jakob að viðbrögðin hafi verið ágæt. „Þetta er eitthvað sem síma- og netfyrirtæki hafa eðlilega sektarkennd yfir, að vera að miðla ólöglegu efni sem enginn fær borgað fyrir,“ segir hann. „En það þarf samstöðu allra aðila málið.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Sjá meira
„Það eru allir í heiminum að klóra sér í hausnum yfir því hvernig rétthafarnir, þeir sem að eiga músíkina, geti eignast hlutdeild í arðinum sem er að þessu efni í net- og símheimum.“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. Ein vinsælasta vefsíða heims, myndbandasíðan Youtube, hafnaði nýlega beiðni FTT um að greiða höfundaréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. „Íslendingar eiga að líkindum heimsmet í Youtube og Facebook-notkun,“ segir Jakob Frímann. „Við vildum að þeir myndu greiða einhvers konar greiðslu, eins og þeir gera víða um heim. Að þeirra mati verðskuldar Ísland ekkert slíkt. Við erum ekki nógu stór og digur að þeirra mati. Og nógu langt í burtu til að ekki þurfi að óttast eitthvað kvak í smáfuglum við endimörk hins byggilega heims.“ FTT leitar nú leiða til að afla tekna á móti því sem félagið telur að tapist með ólöglegu niðurhali og streymi á vefsíðum á borð við Youtube, Facebook og Grooveshark. Síðustu ár hafa verið uppi hugmyndir innan FTT um að fara í samningaviðræður við íslenskar netþjónustur um að rukka ákveðið gjald af hverri nettengingu á Íslandi, svipað og rukkað er af skrifanlegum geisladiskum. Gjaldið myndi renna til aðildarfélaga FTT og þaðan til höfunda í formi höfundaréttargjalda. FTT er klofið í afstöðu sinni til gjaldsins og eru það vefsíðurnar Tónlist.is, Gogoyoko og Grapewire, sem setja sig upp á móti því. „Þeir telja að þetta kynni að ögra stöðu þeirra á markaði, sem miðlari tónlistar,“ segir Jakob. „Við höfum lagt fram að þetta sé einn valkosturinn, ein leiðin, svo eru sumir skeptískir á þá leið, en hafa ekki komið með neina aðra betri í staðinn. Aðra en þá að stemma stigu við ólöglegu niðurhali og auglýsa voða vel alla löglegu kostina.“ Spurður hvernig netfyrirtækin hafa tekið hugmyndinni segir Jakob að viðbrögðin hafi verið ágæt. „Þetta er eitthvað sem síma- og netfyrirtæki hafa eðlilega sektarkennd yfir, að vera að miðla ólöglegu efni sem enginn fær borgað fyrir,“ segir hann. „En það þarf samstöðu allra aðila málið.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Sjá meira