Erlent

Kannabisreykingar ekki skaðlegar fyrir lungu fólks

Ný bandarísk rannsókn sýnir að kannabisreykingar eru ekki skaðlegar fyrir lungu fólks öfugt við tóbaksreykingar.

Þvert á móti því rannsóknin sýndi fram á að lungu þess fólks sem reykti kannabis af og til voru í aðeins betra ástandi en hjá fólki sem reykti ekki yfirhöfuð og í mun betra ástandi en hjá þeim sem reyktu tóbak.

Rannsókn þessi stóð yfir í tvo áratugi og náði til 5.000 bandarískra karla og kvenna. Hún var gerð af Kaliforníuháskóla í samvinnu við háskólana í San Fransisco, Alabama og Birmingham. Niðurstöður hennar hafa verið birtar í tímariti bandarísku læknasamtakanna.

Í ljós kom að hóflegar kannabisreykingar styrktu starfsemi lungna þeirra sem slíkt stunduðu og jafnvel þótt fólk reykti eina jónu á dag árum saman hafði slíkt engin áhrif á lungun.

Ennfremur leiddi rannsóknin í ljós að THC, hið virka efni í kannabis, dregur úr hættu á lungnabólgu.

Dr. Jeanette Tetrault sérfræðingur í fíkniefnanotkun hjá Yale, segir að mun fleiri rannsóknir verði að gera á áhrifum kannabisreykinga verði að gera áður en hægt verði að fullyrða um skaðleysi þeirra. Tetrault kom ekki að rannsókninni.



Hér má sjá umfjöllun Reuters um málið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×