Erlent

Stöðvaði fílharmóníusveit

Hringing úr síma tónleikagests setti tónleika í New York úr skorðum.
Hringing úr síma tónleikagests setti tónleika í New York úr skorðum.
Stjórnandi Fílharmóníusveitar New York borgar í Bandaríkjunum stöðvaði flutning níundu sinfóníu Mahlers í Lincoln Center á þriðjudag eftir látlausa hringingu farsíma eins áheyrenda.

Alan Gilbert hljómsveitarstjóri stöðvaði sveitina þar til slökkt hafði verið á símanum. Viðlíka mun aldrei hafa gerst áður hjá Fílharmóníusveitinni.

Wall Street Journal greindi frá því að um hafi verið að ræða sjálfgefna „marimba“-hringingu iPhone. Fyrst hafi Gilbert sýnt óánægu sína með því að horfa í áttina að fyrstu sætaröð, þaðan sem hringingin kom, en síðan gefist upp þegar ekkert lát varð á henni. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×