Ræðum efnisatriði ESB-aðildar Kristján Vigfússon skrifar 13. janúar 2012 06:00 Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun