Ræðum efnisatriði ESB-aðildar Kristján Vigfússon skrifar 13. janúar 2012 06:00 Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar