Erlent

Tuttugu ára fangelsi fyrir að grafa unnustu sína lifandi

Marcin Kaspzrak og Michelina Lewandowska, unnustan fyrrverandi.
Marcin Kaspzrak og Michelina Lewandowska, unnustan fyrrverandi.
Maður sem gróf unnustu sína lifandi í skóglendi í Englandi hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Bretlandi fyrir tilraun til morðs. Marcin Kaspzrak gaf kærustu sinni rafstuð með rafstuðtæki, vafði utan um hana límbandi og stakk henni í pappakassa. Kassann gróf hann síðan í skóglendi nálægt Huddersfield í maí síðastliðnum.

Konan slapp úr prísundinni með því að nota demants-trúlofunarhringinn sem Marcin hafði gefið henni. Með hringnum tókst henni að skera af sér límbandið og síðan gat hún grafið sig upp á yfirborðið og leitað hjálpar.

Við réttarhöldin reyndi Marcin að halda því fram að hann hefði aðeins viljað skjóta unnustunni skelk í bringu. Þau rök féllst dómarinn ekki á og þarf maðurinn nú að dúsa í fangelsi næstu tuttugu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×