Erlent

Fáðu myndir frá Mars í snjallsímann

Frá yfirborði Mars.
Frá yfirborði Mars. mynd/NASA
Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur þróað smáforrit sem birtir nýjustu ljósmyndir frá plánetunni Mars. Forritið er hægt að nota á Android snjallsímum sem og iPhone og iPad.

Það var tölvunarfræðingur hjá NASA sem hannaði forritið en það er beintengt við myndsendingar könnunarfarsins Opportunity sem ferðast hefur um auðnir Mars síðan árið 2004.

Notendur smáforritsins hafa einnig aðgang að myndabanka NASA og geta þannig skoðað ljósmyndir frá úrelta rannsóknarfarinu Spirit.

NASA hefur ákveðið að þróa álíka smáforrit fyrir færanlegu rannsóknarstöðina Mars Science Laboratory en fyrstu myndir frá farinu munu berast í ágúst.

Hægt er að nálgast iPhone/iPad útgáfu smáforritsins hér. Notendur Android snjallsíma geta síðan náð í forritið hjá Android Market.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×