Erlent

Fundu hjón á lífi í flaki skemmtiferðaskipsins

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær.
Þrír eru látnir og að minnsta kosti 40 er saknað eftir að skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði á skeri skammt frá Toscanahéraði við vesturströnd Ítalíu í gær.

Laust eftir miðnætti fundust tveir farþegar á lífi í flaki skipsins, suður-kóresk hjón á þrítugsaldri, en þau höfðu lokast inni í klefanum þegar skipið strandaði. Skipstjórinn var í skýrslutöku hjá lögreglu í allt gærkvöld.

Alls slösuðust sjötíu af um það bil 4200 sem voru um borð í skipinu þegar að það strandaði, þar af voru 3000 farþegar og 1200 manna áhöfn. Langflestum þeirra hefur verið komið í skjól á Giglio eyju og í bænum Porto Santo Stefano í Toscana héraði á Ítalíu, en 40 er enn saknað, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×