Erlent

Bandarísk herþota hrapaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þota af sömu gerð og sú sem hrapaði.
Þota af sömu gerð og sú sem hrapaði. mynd/ afp.
Bandarísk F18 herþota hrapaði fyrir stundu á fjölfarinn veg í Virginíu. Þetta hefur Fox fréttastofan eftir heimildarmanni bandaríska flugumferðareftirlitsins. Björgunarlið frá hernum, og lögreglan í Virginíufylki hafa öll sent fjölmennt lið á staðinn vegna slyssins. Mikill reykur sést á myndavélum umferðareftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×