Er barnið þitt öruggt í skólanum? Gísli Níls Einarsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar