Lífið

Frægir flykkjast í úthverfin

Hárgreiðslumeistarinn, sjónvarpsmaðurinn og tískulöggan Svavar Örn Svavarsson og sambýlismaður hans, Daníel Örn Hinriksson, sem búsettir eru í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík hafa nú ákveðið að færa sig um set og breyta um lífsstíl svo um munar.

Leið þeirra liggur nú í Leirvogstungu í Mosfellsbæ þar sem náttúran er höfð í hávegum og stutt er í fjöllin. Parið á nokkra hunda og segist hlakka til að fara í göngutúra í hverfinu.

Svavar og Daníel fá líklega góðar móttökur þar sem fjölmiðlakonan Sigga Lund kom sér nýlega fyrir á sömu slóðum. Ekki amalegir nágrannar það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.