Lífið

Vala Grand trúlofuð

Vala Grand og Eyjólfur Svanur unnusti hennar trúlofuðu sig í dag.
Vala Grand og Eyjólfur Svanur unnusti hennar trúlofuðu sig í dag. fréttablaðið/anton
Vala Grand og kærasti hennar Eyjólfur Svanur Kristinsson eru trúlofuð, ef marka má tilkynningu á Facebook-síðu parsins. Vala Grand setti inn stöðu uppfærslu á síðuna síðdegis í dag þar sem hún sagðist vera í skýjunum með trúlofunina.

„ÉG er Trúlofuð ♥♥♥ it finally happend omg er i svo mikkla hamingju núna," skrifaði Vala Grand á Facebook.

Í viðtali við Fréttablaðið fyrir jól sagði Vala að hún væri hamingjusöm með nýja kærastanum og að árið 2011 hafi verið dásamlegt.

„Það lifði ég sem endurfædd manneskja í eintómri lukku og núna hlotnast mér enn meiri hamingja því ég er svo ástfangin og á fallegasta mann í heimi. Ég bjóst alls ekki við að finna sanna ást svo fljótt en Eyjólfur er sálufélagi minn og sá eini rétti. Ég beinlínis roðna af því einu að tala um hann," sagði Vala en tólf ára aldursmunur er á parinu.

„Það vita allir hvað er sagt um eldri menn með reynslu," sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. „Þeir eru svo miklu betri í rúminu og öruggari með sig. Þeir eru alvöru karlmenn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.