Rokk úr Reykjavík? Stefán Hilmarsson skrifar 10. janúar 2012 06:00 Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun