Nýr Landspítali: Aukin þjónustuþörf kallar á betri og sérhæfðari spítalaþjónustu Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar 10. janúar 2012 06:00 Í umræðunni um húsnæðismál Landspítala ættu þarfir sjúklinga að vera höfuðatriðið. Stórfelldar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum. Stórir árgangar eftirstríðsáranna eru nú að hluta til komnir á sjötugsaldur, en sextugir og eldri eru þeir sem langmest þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Árið 2025 mun sjötugum og eldri hafa fjölgað um 40% frá því sem nú er og árið 2030 um 60%. Engin leið er að mæta þessari auknu þjónustuþörf án stórfelldra úrbóta í húsnæðismálum þeirra spítala sem helst munu sinna þessu verkefni, Landspítala og FSA. Aukin sérhæfing og teymisvinna – tími einyrkjahugsunar liðinnÞjónusta sjúkrahúsa í öllum þróuðum löndum, þar með talið á Íslandi, þróast ört í þá átt að hún þjappast saman í stærri einingar. Framfarir í meðferð sjúkdóma eru á sama tíma mjög örar. Samnefnari þessa er aukin sérhæfing, sem þýðir að heilbrigðisstarfsmenn dýpka þekkingu sína en á sama tíma þrengist þekkingarsvið hvers og eins. Til þess að háskólasjúkrahúsið geti fengist við allt það sem að höndum ber þarf þar að fjölga í áhöfninni svo þekkingarbreiddin sé tryggð. Víðast hvar er brugðist við þessu með því að sameina sjúkrahús. Tími einyrkjahugsunar í sjúkrahúsþjónustu er liðinn en nútíma þjónusta einkennist sífellt meir af teymisvinnu. Núverandi húsnæði vart boðlegt sjúklingumAllir sem til þekkja viðurkenna þörf á stórfelldum úrbótum í húsnæðismálum Landspítala og það er ekki ásættanlegt - hvorki faglega né fjárhagslega - að bíða betri tíma með uppbyggingu spítalans eða leysa málið tímabundið með endurbyggingu og viðbyggingum. Endurbygging eldra húsnæðis kostar a.m.k. 50% af nýbyggingu og verður engu að síður ófullnægjandi. Ástæður þess eru margar. Rannsóknir sýna að með einbýlum með salerni fyrir sjúklinga fækkar spítalasýkingum um allt að 45%. Slíkar sýkingar er gífurlega dýrt að meðhöndla og í sumum tilvikum verður ekki við þær ráðið. Að fenginni þessari vitneskju er annað en einbýli ekki boðlegt. Eru þó fjölmargir aðrir kostir einbýlanna ótaldir svo sem möguleiki til að framfylgja sjálfsögðum og löglegum fyrirmælum um friðhelgi einkalífs sjúklinganna. Ef endurnýja á eldri legudeildir á þennan máta nást ekki nema 14–15 legurými á hverri deild en sú stærð er óhagkvæm. Flestar eldri byggingar Landspítala eru ekki nægilega breiðar til þess að sjúkradeildum verði haganlega fyrir komið. Samhengi og flæði gengur engan veginn upp í svo ósamstæðu og dreifðu húsnæði sem um ræðir. Skipting sérgreina milli Fossvogs og Hringbrautar veldur óþægindum fyrir sjúklinga og ýmsum vandkvæðum í rekstri spítalans. Flutningar sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar eru töluvert miklir og oft á tíðum áhættusamir. Í öllu eldra húsnæði spítalans er lofthæð og burðarþol takmarkandi þáttur svo nýta megi nýjustu tækni hvað tækjabúnað varðar. Takmörkuð lofthæð er ein ástæða þess að verið er nú að rífa stæðilegar sjúkrahúsbyggingar frá sjöunda og áttunda áratugnum og byggja nýtt bæði vestan hafs og austan. Þurfum að standast alþjóðlegar kröfurSýnin um að veita megi alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám á íslenska háskólaspítalanum virðist fjarlæg án þess að húsnæði veiti umgjörð sem stenst alþjóðlegar kröfur. Með sameiningu spítalanna í Reykjavík opnuðust möguleikar til þess hvað varðar stærð spítalans, samþjöppun þekkingar, fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella til að standa undir kennslu og sérfræðiþjálfun heilbrigðisstarfsmanna. Byggingar þær sem nú eru í hönnun eru hugsaðar sem fyrsti áfangi í heildstæðri uppbyggingu háskólasjúkrahúss sem þjóna mun því hlutverki sem að framan er lýst næstu áratugina. Nútímaleg umgjörð spítalans er auk alls annars ekki síður mikilvæg en launakjör til þess að heilbrigðisstarfsmenn sem lokið hafa framhaldsnámi erlendis sjái sér fært að flytja heim aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í umræðunni um húsnæðismál Landspítala ættu þarfir sjúklinga að vera höfuðatriðið. Stórfelldar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum. Stórir árgangar eftirstríðsáranna eru nú að hluta til komnir á sjötugsaldur, en sextugir og eldri eru þeir sem langmest þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Árið 2025 mun sjötugum og eldri hafa fjölgað um 40% frá því sem nú er og árið 2030 um 60%. Engin leið er að mæta þessari auknu þjónustuþörf án stórfelldra úrbóta í húsnæðismálum þeirra spítala sem helst munu sinna þessu verkefni, Landspítala og FSA. Aukin sérhæfing og teymisvinna – tími einyrkjahugsunar liðinnÞjónusta sjúkrahúsa í öllum þróuðum löndum, þar með talið á Íslandi, þróast ört í þá átt að hún þjappast saman í stærri einingar. Framfarir í meðferð sjúkdóma eru á sama tíma mjög örar. Samnefnari þessa er aukin sérhæfing, sem þýðir að heilbrigðisstarfsmenn dýpka þekkingu sína en á sama tíma þrengist þekkingarsvið hvers og eins. Til þess að háskólasjúkrahúsið geti fengist við allt það sem að höndum ber þarf þar að fjölga í áhöfninni svo þekkingarbreiddin sé tryggð. Víðast hvar er brugðist við þessu með því að sameina sjúkrahús. Tími einyrkjahugsunar í sjúkrahúsþjónustu er liðinn en nútíma þjónusta einkennist sífellt meir af teymisvinnu. Núverandi húsnæði vart boðlegt sjúklingumAllir sem til þekkja viðurkenna þörf á stórfelldum úrbótum í húsnæðismálum Landspítala og það er ekki ásættanlegt - hvorki faglega né fjárhagslega - að bíða betri tíma með uppbyggingu spítalans eða leysa málið tímabundið með endurbyggingu og viðbyggingum. Endurbygging eldra húsnæðis kostar a.m.k. 50% af nýbyggingu og verður engu að síður ófullnægjandi. Ástæður þess eru margar. Rannsóknir sýna að með einbýlum með salerni fyrir sjúklinga fækkar spítalasýkingum um allt að 45%. Slíkar sýkingar er gífurlega dýrt að meðhöndla og í sumum tilvikum verður ekki við þær ráðið. Að fenginni þessari vitneskju er annað en einbýli ekki boðlegt. Eru þó fjölmargir aðrir kostir einbýlanna ótaldir svo sem möguleiki til að framfylgja sjálfsögðum og löglegum fyrirmælum um friðhelgi einkalífs sjúklinganna. Ef endurnýja á eldri legudeildir á þennan máta nást ekki nema 14–15 legurými á hverri deild en sú stærð er óhagkvæm. Flestar eldri byggingar Landspítala eru ekki nægilega breiðar til þess að sjúkradeildum verði haganlega fyrir komið. Samhengi og flæði gengur engan veginn upp í svo ósamstæðu og dreifðu húsnæði sem um ræðir. Skipting sérgreina milli Fossvogs og Hringbrautar veldur óþægindum fyrir sjúklinga og ýmsum vandkvæðum í rekstri spítalans. Flutningar sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar eru töluvert miklir og oft á tíðum áhættusamir. Í öllu eldra húsnæði spítalans er lofthæð og burðarþol takmarkandi þáttur svo nýta megi nýjustu tækni hvað tækjabúnað varðar. Takmörkuð lofthæð er ein ástæða þess að verið er nú að rífa stæðilegar sjúkrahúsbyggingar frá sjöunda og áttunda áratugnum og byggja nýtt bæði vestan hafs og austan. Þurfum að standast alþjóðlegar kröfurSýnin um að veita megi alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám á íslenska háskólaspítalanum virðist fjarlæg án þess að húsnæði veiti umgjörð sem stenst alþjóðlegar kröfur. Með sameiningu spítalanna í Reykjavík opnuðust möguleikar til þess hvað varðar stærð spítalans, samþjöppun þekkingar, fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella til að standa undir kennslu og sérfræðiþjálfun heilbrigðisstarfsmanna. Byggingar þær sem nú eru í hönnun eru hugsaðar sem fyrsti áfangi í heildstæðri uppbyggingu háskólasjúkrahúss sem þjóna mun því hlutverki sem að framan er lýst næstu áratugina. Nútímaleg umgjörð spítalans er auk alls annars ekki síður mikilvæg en launakjör til þess að heilbrigðisstarfsmenn sem lokið hafa framhaldsnámi erlendis sjái sér fært að flytja heim aftur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar