"Nú fer ég heim“ Breki Logason skrifar 15. október 2012 20:30 Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner, sem í gær rauf hljóðmúrinn fyrstur allra, segir að um tíma hafi hann lent í vandræðum í stökkinu. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að ýta á neyðarhnapp og þannig bjarga lífi sínu, eða þrauka aðeins lengur og bæta metið. Já heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í gær þegar ofurhuginn opnað hlerann á loftbelgnum og gerði sig líklegan til þess að stökkva úr 39 kílómetra hæð. Hann hefur síðustu sjö árin undirbúið sig undir stökkið og sagði við áhorfendur að stundum þyrfti maður að fara virkilega hátt upp til þess að átta sig á því hversu smár maður sé. Svo kvaddi hann. „Nú fer ég heim," sagði Felix og lét sig falla. Á leið sinni niður varð hann fyrsti maðurinn til þess að rjúfa hljóðmúrinn en mestum hraða náði hann 1342 kílómetrum á klukkustund. Honum var svo vel fagnað þegar hann lenti heilu á höldnu í Nýju Mexíkó. Á blaðamannafundi í gærkvöldi talaði hann meðal annars um vandræðin sem hann lenti í. „Á tímabili hélt ég að ég væri í miklum vandræðum. Ég var með hnapp til að losa um jafnvægis- fallhlíf sem hefði stoppað snúninginn, en ég vissi að ef ég ýtti á hnappinn næði ég ekki hljóðhraða." „Það er erfitt þegar maður fellur á svona miklum hraða að taka þessa ákvörðun. Maður verður að taka ákvörðun. Ýti ég á hnappinn og lifi af eða held áfram alla leið niður og rýf hljóðmúrinn? Eftir nokkrar sekúndur fannst mér ég ná stjórn á þessu og mér tókst það. Þess vegna rauf ég hljóðmúrinn í dag." Og Felix vonast til þess að þetta ótrúlega met verði slegið einn daginn. „Ég vil hvetja næstu kynslóð. Eftir 40 ár vildi ég gjarnan sitja á sama stað og Joe Kittinger situr nú, með ungan mann við hlið mér sem spyrði mig ráða því hann vildi slá metið mitt." Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner, sem í gær rauf hljóðmúrinn fyrstur allra, segir að um tíma hafi hann lent í vandræðum í stökkinu. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að ýta á neyðarhnapp og þannig bjarga lífi sínu, eða þrauka aðeins lengur og bæta metið. Já heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í gær þegar ofurhuginn opnað hlerann á loftbelgnum og gerði sig líklegan til þess að stökkva úr 39 kílómetra hæð. Hann hefur síðustu sjö árin undirbúið sig undir stökkið og sagði við áhorfendur að stundum þyrfti maður að fara virkilega hátt upp til þess að átta sig á því hversu smár maður sé. Svo kvaddi hann. „Nú fer ég heim," sagði Felix og lét sig falla. Á leið sinni niður varð hann fyrsti maðurinn til þess að rjúfa hljóðmúrinn en mestum hraða náði hann 1342 kílómetrum á klukkustund. Honum var svo vel fagnað þegar hann lenti heilu á höldnu í Nýju Mexíkó. Á blaðamannafundi í gærkvöldi talaði hann meðal annars um vandræðin sem hann lenti í. „Á tímabili hélt ég að ég væri í miklum vandræðum. Ég var með hnapp til að losa um jafnvægis- fallhlíf sem hefði stoppað snúninginn, en ég vissi að ef ég ýtti á hnappinn næði ég ekki hljóðhraða." „Það er erfitt þegar maður fellur á svona miklum hraða að taka þessa ákvörðun. Maður verður að taka ákvörðun. Ýti ég á hnappinn og lifi af eða held áfram alla leið niður og rýf hljóðmúrinn? Eftir nokkrar sekúndur fannst mér ég ná stjórn á þessu og mér tókst það. Þess vegna rauf ég hljóðmúrinn í dag." Og Felix vonast til þess að þetta ótrúlega met verði slegið einn daginn. „Ég vil hvetja næstu kynslóð. Eftir 40 ár vildi ég gjarnan sitja á sama stað og Joe Kittinger situr nú, með ungan mann við hlið mér sem spyrði mig ráða því hann vildi slá metið mitt."
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira