Almannatengsl og málaliðarnir Björn S. Lárusson skrifar 5. janúar 2012 08:00 Í umræðum manna á milli eru oft settir undir einn hatt annars vegar þeir sem vinna að almannatengslum og upplýsingamálum og hins vegar þeir sem af einhverjum ástæðum hafa verið ráðnir af stjórnmálaflokkum, fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum til að fegra ímynd, leka „jákvæðum" fréttum, snúast til varnar í erfiðum málum eða einfaldlega búa til einhverja ímynd sem ekki á sér neina stoð í veruleikanum. Stundum er þetta fólk nefnt „spunameistarar". Í raun eru þetta málaliðar sem hafa það að atvinnu að snúa sannleikanum á haus í þágu umbjóðenda sinna gegn greiðslu. Einn hópur þessara málaliða eru blaðamenn sem hafa verið ráðnir og settir hinum megin við borðið til að tjónka við fyrrverandi kollega eða planta hjá þeim fréttum af velgengni eða jafnvel slátra fréttum af hrakförum umbjóðenda sinna – kannast einhver við flugfélag í þessu sambandi? Blómatími málaliðanna var fyrir hrun þegar öll gagnrýni á útrásina var hlegin út af borðinu. En eins merkilegt og það kann að hljóma sátu margir þeirra sem fastast eftir það, jafnvel í virðulegum stofnunum og reyna nú að slá á reiði og gremju sem er afleiðing gerða þeirra fyrir hrun. Aðrir leika lausum hala hjá fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja. Stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana hafa oft rekið sig á það að búið er að koma af stað einhverjum orðrómi, sögu eða ætlaðri atburðarás sem þeir kannast ekkert við. Í annan stað koma „upplýsingafulltrúar" fram í viðtölum og eru að reyna að segja okkur einhvern annan „sannleika" en blasir við öllu hugsandi fólki og þess eru mýmörg dæmi. Nú þekki ég nákvæmlega eftir hvaða forskrift eða fræðum þessir málaliðar vinna en verk þeirra eiga ekkert sammerkt með almannatengslum eða upplýsingamálum tengdum þeim. Almannatengsl eru heiðarleg fræði og sómasamleg starfsgrein sem snýst um upplýsingatengsl á milli fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga og viðskiptavina þeirra. Í siðareglum IPRA, Alþjóðasamtaka almannatengsla, segir í fyrstu grein; „Vinnið af heiðarleika og heilindum til að byggja upp traust þeirra sem þið eigið samskipti við". Í 5. greininni segir ennfremur: „Látið ekki frá ykkur af ásettu ráði upplýsingar sem eru blekkjandi eða rangar. Vandið vinnu til að koma í veg fyrir að slíkt sé gert í góðri trú og leiðréttið strax ef ástæða er til". Þessar greinar útiloka það að störf ýmissa þeirra sem titla sig upplýsingafulltrúa geti nokkru sinni talist til almannatengsla. Því miður er það svo, að oft togast almannatenglar á við málaliðana. Þá er verið að slökkva elda sem málaliðarnir hafa kveikt vegna hagsmuna umbjóðenda sinna og þá er sannleikanum fyrst fórnað. En sem betur fer þá er mest af tíma almannatengla varið í að koma á framfæri upplýsingum um heiðarlega starfsemi sem varða viðskiptavini og hagsmuni þeirra. Innan ráðuneyta eru margir góðir starfsmenn í almannatengslum sem taka starf sitt alvarlega og það á einnig við um mörg fyrirtæki og stofnanir sem vinna mjög fagmannlega. Svörtu sauðirnir eru hins vegar allt of margir. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð þegar þeir hætta og er tekið fagnandi í næsta fyrirtæki eða stofnun vegna þess að þeir komust svo oft í fjölmiðla með orðagjálfri eða kaffærðu umræðuna sem var þeim ekki að skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í umræðum manna á milli eru oft settir undir einn hatt annars vegar þeir sem vinna að almannatengslum og upplýsingamálum og hins vegar þeir sem af einhverjum ástæðum hafa verið ráðnir af stjórnmálaflokkum, fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum til að fegra ímynd, leka „jákvæðum" fréttum, snúast til varnar í erfiðum málum eða einfaldlega búa til einhverja ímynd sem ekki á sér neina stoð í veruleikanum. Stundum er þetta fólk nefnt „spunameistarar". Í raun eru þetta málaliðar sem hafa það að atvinnu að snúa sannleikanum á haus í þágu umbjóðenda sinna gegn greiðslu. Einn hópur þessara málaliða eru blaðamenn sem hafa verið ráðnir og settir hinum megin við borðið til að tjónka við fyrrverandi kollega eða planta hjá þeim fréttum af velgengni eða jafnvel slátra fréttum af hrakförum umbjóðenda sinna – kannast einhver við flugfélag í þessu sambandi? Blómatími málaliðanna var fyrir hrun þegar öll gagnrýni á útrásina var hlegin út af borðinu. En eins merkilegt og það kann að hljóma sátu margir þeirra sem fastast eftir það, jafnvel í virðulegum stofnunum og reyna nú að slá á reiði og gremju sem er afleiðing gerða þeirra fyrir hrun. Aðrir leika lausum hala hjá fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja. Stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana hafa oft rekið sig á það að búið er að koma af stað einhverjum orðrómi, sögu eða ætlaðri atburðarás sem þeir kannast ekkert við. Í annan stað koma „upplýsingafulltrúar" fram í viðtölum og eru að reyna að segja okkur einhvern annan „sannleika" en blasir við öllu hugsandi fólki og þess eru mýmörg dæmi. Nú þekki ég nákvæmlega eftir hvaða forskrift eða fræðum þessir málaliðar vinna en verk þeirra eiga ekkert sammerkt með almannatengslum eða upplýsingamálum tengdum þeim. Almannatengsl eru heiðarleg fræði og sómasamleg starfsgrein sem snýst um upplýsingatengsl á milli fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga og viðskiptavina þeirra. Í siðareglum IPRA, Alþjóðasamtaka almannatengsla, segir í fyrstu grein; „Vinnið af heiðarleika og heilindum til að byggja upp traust þeirra sem þið eigið samskipti við". Í 5. greininni segir ennfremur: „Látið ekki frá ykkur af ásettu ráði upplýsingar sem eru blekkjandi eða rangar. Vandið vinnu til að koma í veg fyrir að slíkt sé gert í góðri trú og leiðréttið strax ef ástæða er til". Þessar greinar útiloka það að störf ýmissa þeirra sem titla sig upplýsingafulltrúa geti nokkru sinni talist til almannatengsla. Því miður er það svo, að oft togast almannatenglar á við málaliðana. Þá er verið að slökkva elda sem málaliðarnir hafa kveikt vegna hagsmuna umbjóðenda sinna og þá er sannleikanum fyrst fórnað. En sem betur fer þá er mest af tíma almannatengla varið í að koma á framfæri upplýsingum um heiðarlega starfsemi sem varða viðskiptavini og hagsmuni þeirra. Innan ráðuneyta eru margir góðir starfsmenn í almannatengslum sem taka starf sitt alvarlega og það á einnig við um mörg fyrirtæki og stofnanir sem vinna mjög fagmannlega. Svörtu sauðirnir eru hins vegar allt of margir. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð þegar þeir hætta og er tekið fagnandi í næsta fyrirtæki eða stofnun vegna þess að þeir komust svo oft í fjölmiðla með orðagjálfri eða kaffærðu umræðuna sem var þeim ekki að skapi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar