Almannatengsl og málaliðarnir Björn S. Lárusson skrifar 5. janúar 2012 08:00 Í umræðum manna á milli eru oft settir undir einn hatt annars vegar þeir sem vinna að almannatengslum og upplýsingamálum og hins vegar þeir sem af einhverjum ástæðum hafa verið ráðnir af stjórnmálaflokkum, fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum til að fegra ímynd, leka „jákvæðum" fréttum, snúast til varnar í erfiðum málum eða einfaldlega búa til einhverja ímynd sem ekki á sér neina stoð í veruleikanum. Stundum er þetta fólk nefnt „spunameistarar". Í raun eru þetta málaliðar sem hafa það að atvinnu að snúa sannleikanum á haus í þágu umbjóðenda sinna gegn greiðslu. Einn hópur þessara málaliða eru blaðamenn sem hafa verið ráðnir og settir hinum megin við borðið til að tjónka við fyrrverandi kollega eða planta hjá þeim fréttum af velgengni eða jafnvel slátra fréttum af hrakförum umbjóðenda sinna – kannast einhver við flugfélag í þessu sambandi? Blómatími málaliðanna var fyrir hrun þegar öll gagnrýni á útrásina var hlegin út af borðinu. En eins merkilegt og það kann að hljóma sátu margir þeirra sem fastast eftir það, jafnvel í virðulegum stofnunum og reyna nú að slá á reiði og gremju sem er afleiðing gerða þeirra fyrir hrun. Aðrir leika lausum hala hjá fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja. Stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana hafa oft rekið sig á það að búið er að koma af stað einhverjum orðrómi, sögu eða ætlaðri atburðarás sem þeir kannast ekkert við. Í annan stað koma „upplýsingafulltrúar" fram í viðtölum og eru að reyna að segja okkur einhvern annan „sannleika" en blasir við öllu hugsandi fólki og þess eru mýmörg dæmi. Nú þekki ég nákvæmlega eftir hvaða forskrift eða fræðum þessir málaliðar vinna en verk þeirra eiga ekkert sammerkt með almannatengslum eða upplýsingamálum tengdum þeim. Almannatengsl eru heiðarleg fræði og sómasamleg starfsgrein sem snýst um upplýsingatengsl á milli fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga og viðskiptavina þeirra. Í siðareglum IPRA, Alþjóðasamtaka almannatengsla, segir í fyrstu grein; „Vinnið af heiðarleika og heilindum til að byggja upp traust þeirra sem þið eigið samskipti við". Í 5. greininni segir ennfremur: „Látið ekki frá ykkur af ásettu ráði upplýsingar sem eru blekkjandi eða rangar. Vandið vinnu til að koma í veg fyrir að slíkt sé gert í góðri trú og leiðréttið strax ef ástæða er til". Þessar greinar útiloka það að störf ýmissa þeirra sem titla sig upplýsingafulltrúa geti nokkru sinni talist til almannatengsla. Því miður er það svo, að oft togast almannatenglar á við málaliðana. Þá er verið að slökkva elda sem málaliðarnir hafa kveikt vegna hagsmuna umbjóðenda sinna og þá er sannleikanum fyrst fórnað. En sem betur fer þá er mest af tíma almannatengla varið í að koma á framfæri upplýsingum um heiðarlega starfsemi sem varða viðskiptavini og hagsmuni þeirra. Innan ráðuneyta eru margir góðir starfsmenn í almannatengslum sem taka starf sitt alvarlega og það á einnig við um mörg fyrirtæki og stofnanir sem vinna mjög fagmannlega. Svörtu sauðirnir eru hins vegar allt of margir. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð þegar þeir hætta og er tekið fagnandi í næsta fyrirtæki eða stofnun vegna þess að þeir komust svo oft í fjölmiðla með orðagjálfri eða kaffærðu umræðuna sem var þeim ekki að skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í umræðum manna á milli eru oft settir undir einn hatt annars vegar þeir sem vinna að almannatengslum og upplýsingamálum og hins vegar þeir sem af einhverjum ástæðum hafa verið ráðnir af stjórnmálaflokkum, fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum til að fegra ímynd, leka „jákvæðum" fréttum, snúast til varnar í erfiðum málum eða einfaldlega búa til einhverja ímynd sem ekki á sér neina stoð í veruleikanum. Stundum er þetta fólk nefnt „spunameistarar". Í raun eru þetta málaliðar sem hafa það að atvinnu að snúa sannleikanum á haus í þágu umbjóðenda sinna gegn greiðslu. Einn hópur þessara málaliða eru blaðamenn sem hafa verið ráðnir og settir hinum megin við borðið til að tjónka við fyrrverandi kollega eða planta hjá þeim fréttum af velgengni eða jafnvel slátra fréttum af hrakförum umbjóðenda sinna – kannast einhver við flugfélag í þessu sambandi? Blómatími málaliðanna var fyrir hrun þegar öll gagnrýni á útrásina var hlegin út af borðinu. En eins merkilegt og það kann að hljóma sátu margir þeirra sem fastast eftir það, jafnvel í virðulegum stofnunum og reyna nú að slá á reiði og gremju sem er afleiðing gerða þeirra fyrir hrun. Aðrir leika lausum hala hjá fyrirtækjum sem eiga undir högg að sækja. Stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana hafa oft rekið sig á það að búið er að koma af stað einhverjum orðrómi, sögu eða ætlaðri atburðarás sem þeir kannast ekkert við. Í annan stað koma „upplýsingafulltrúar" fram í viðtölum og eru að reyna að segja okkur einhvern annan „sannleika" en blasir við öllu hugsandi fólki og þess eru mýmörg dæmi. Nú þekki ég nákvæmlega eftir hvaða forskrift eða fræðum þessir málaliðar vinna en verk þeirra eiga ekkert sammerkt með almannatengslum eða upplýsingamálum tengdum þeim. Almannatengsl eru heiðarleg fræði og sómasamleg starfsgrein sem snýst um upplýsingatengsl á milli fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga og viðskiptavina þeirra. Í siðareglum IPRA, Alþjóðasamtaka almannatengsla, segir í fyrstu grein; „Vinnið af heiðarleika og heilindum til að byggja upp traust þeirra sem þið eigið samskipti við". Í 5. greininni segir ennfremur: „Látið ekki frá ykkur af ásettu ráði upplýsingar sem eru blekkjandi eða rangar. Vandið vinnu til að koma í veg fyrir að slíkt sé gert í góðri trú og leiðréttið strax ef ástæða er til". Þessar greinar útiloka það að störf ýmissa þeirra sem titla sig upplýsingafulltrúa geti nokkru sinni talist til almannatengsla. Því miður er það svo, að oft togast almannatenglar á við málaliðana. Þá er verið að slökkva elda sem málaliðarnir hafa kveikt vegna hagsmuna umbjóðenda sinna og þá er sannleikanum fyrst fórnað. En sem betur fer þá er mest af tíma almannatengla varið í að koma á framfæri upplýsingum um heiðarlega starfsemi sem varða viðskiptavini og hagsmuni þeirra. Innan ráðuneyta eru margir góðir starfsmenn í almannatengslum sem taka starf sitt alvarlega og það á einnig við um mörg fyrirtæki og stofnanir sem vinna mjög fagmannlega. Svörtu sauðirnir eru hins vegar allt of margir. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð þegar þeir hætta og er tekið fagnandi í næsta fyrirtæki eða stofnun vegna þess að þeir komust svo oft í fjölmiðla með orðagjálfri eða kaffærðu umræðuna sem var þeim ekki að skapi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun