Erlent

Blóðug átök kostuðu 31 fanga lífið í Mexíkó

Blóðug átök tveggja glæpagengja í fangelsi í norðurhluta Mexíkó kostuðu 31 fanga lífið og að minnsta kosti 13 liggja særðir á eftir.

Glæpagengi þessi hafa lengi barist um yfirráðin yfir fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna og algengt er að meðlimir þeirra berjist gegn hvor öðrum í yfirfylltum fangelsum Mexíkó.

Síðan árið 2006 hafa yfir 40.000 Mexíkanar hafa fallið í átökum sem rekja má til fíkniefnasmygls og sölu en það ár ákvað forseti landsins að beita hernum gegn glæpagengjunum sem standa á bakvið smyglið og söluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×