Erlent

Embættismenn pissi sitjandi

Embættismennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur, þvagblaðran tæmist betur þegar pissað er sitjandi.
Embættismennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur, þvagblaðran tæmist betur þegar pissað er sitjandi. Mynd/Getty Images
Vinstri flokkurinn í Sörmland í Svíþjóð leggur til að karlkyns embættismenn verði skyldaðir til að sitja þegar þeir kasta af sér vatni á salernum lénsþingsins.

Ástæðurnar eru sagðar tvær, að því er greint er frá á vef Svenska Dagbladet.

Í fyrsta lagi á enginn að þurfa að stíga í þvag sem skvest hefur á gólfið. Í öðru lagi sýna niðurstöður rannsókna að þvagblaðran tæmist betur þegar pissað er sitjandi en það er talið geta dregið úr hættunni á vandamálum með blöðruhálskirtilinn. -ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×