Erlent

Gripið inn í ef vínlykt finnst af foreldrum

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. Mynd/AFP
Níu af hverjum tíu leikskólakennurum í Danmörku ræða við foreldra sem áfengislykt er af, að minnsta kosti ef það kemur fyrir nokkrum sinnum.

Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum sambands danskra sveitarfélaga. Alls tóku 253 leikskólakennarar þátt í könnuninni.

Samtímis segja 73 prósent af 500 foreldrum sem spurðir voru að þeim finnist í lagi að leikskólakennarar ræði málið, að því er segir á vef Kristilega dagblaðsins. -ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×