Erlent

Höfn í Japan fylltist af dauðum og rotnandi sardínum

Höfnin fyrir og eftir að sardínurnar rak á land.
Höfnin fyrir og eftir að sardínurnar rak á land.
Vísindamenn í Japan hafa ekki fundið neinar skýringar á því afhverju hátt í 200 tonnum af dauðum og rotnandi sardínum rak á land í höfnina í bænum Isumi fyrir síðustu helgi.

Um tíma var forin vegna þessara rotnandi sardína svo mikil í höfninni að minni skip og bátar gátu ekki lagst þar að.

Fjallað er um málið á vefsíðu blaðsins Japan Today. Þar segir að ýmsar skýringar séu á þessum dauðu sardínum m.a. að þær hafi farist vegna súrefnisskorts. Á bloggsíðum blaðsins er hinsvegar rætt um að þessar dauðu sardínur séu fyrirboði válegra tíðinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×