Er lukka Schumacher á þrotum? Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 19:45 Mercedes getur ekki útskýrt hvers vegna bíll Schumachers bilar hvað eftir annað. Ætli lukka hans sé á þrotum? nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang." Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 leggur nú alla stund á að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum. Schumacher hefur aðeins skorað tvö stig í fyrstu sjö mótum ársins. Liðsfélagi hans er fimmti í stigabaráttunni með 67 stig og einn sigur í Kína. Vel getur verið að lukka Schumacher sé á þrotum. Í mótum ársins hefur Schumacher þurft að glíma við gírkassavandamál í Ástralíu, laust hjól eftir viðgerðarhlé í Kína, DRS vandræði í Barein, eldsneytisþrýstingstap í Mónakó og svo festist DRS vængurinn í uppréttri stöðu um síðustu helgi í Kanada. Allt eru þetta vélræn vandamál sem Schumacher hefur lítið með að gera sjálfur sem ökuþór. Ross Brawn, liðstjóri Mercedes-liðsins, segir enga augljósa skýringu á þessari óheppni meistarans. Sérstaklega eru vandræðin ömurleg því Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers, er einn fárra sem klárað hefur alla hringi í mótum ársins. "Báðir bílarnir eru smíðaðir eftir nákvæmlega sömu reglum og aðferðum," segir Brawn. "Þessi vandræði með bíl Schumachers eru að skaða stöðu okkar í heimsmeistarabaráttunni. Því fær þetta vandamál algeran forgang."
Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira