Erlent

Fara að fordæmi Norðmanna

Búast má við átökum um sýnileika sígaretta í Danmörku á næstunni.
Búast má við átökum um sýnileika sígaretta í Danmörku á næstunni.
Stjórnarflokkarnir í Danmörku vilja koma í veg fyrir að sígarettur séu sýnilegar í verslunum. Frumvarp um málið mun líta dagsins ljós með vorinu.

Þótt útlit sé fyrir að frumvarpið hafi stuðning meirihlutans í þinginu er ekki búist við því að það fari í gegn án vandkvæða. Stjórnarandstaðan og verslunarrekendur hafa þegar hafið baráttu gegn frumvarpinu og viðskiptaráð segir breytingarnar geta kostað verslunarmenn allt að 500 milljónir danskra króna.

Stjórnarflokkarnir vísa hins vegar til Noregs, þar sem svipuð lög voru tekin í gildi árið 2009. Reykingar minnkuðu í kjölfarið um 4,8 prósent. Norðmenn hækkuðu verð á sígarettum talsvert á sama tíma. Breytingarnar höfðu ekki áhrif á þá sem þegar reyktu en mun færri unglingar hófu reykingar.

Danir hafa þegar ákveðið hækkanir á sígarettuverði. Hækkunin er hóflegri en annars staðar, þrjár danskar krónur á pakkann, eða sem samsvarar 64 íslenskum krónum.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×