Enginn yfirburðamaður á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Ólafur Loftsson spilaði best Íslendinganna á mótinu ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni.fréttablaðið/stefán Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu. Íslenska landsliðið náði ekki því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. Undankeppnin var haldin á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Þrjú efstu liðin af átta komust áfram og hafnaði Ísland í fjórða sæti. Ísland og Portúgal voru jöfn í þriðja sæti eftir fyrsta daginn en bilið á milli þeirra var orðið tólf högg eftir annan daginn. Það bil var of breitt og íslenska liðið minnkaði muninn aðeins í eitt högg lokadaginn og var því ellefu höggum frá því að komast áfram. „Það voru vissulega vonbrigði að komast ekki áfram enda taldi ég það vera raunhæft markmið að komast áfram. Við vissum að England og Holland væru með sterk lið en Portúgalarnir komu verulega á óvart. Breiddin hjá þeim var meiri en við héldum. Þeir léku líka vel í kulda og trekkingi. Þeir skildu okkur eftir á öðrum degi og það bil var of mikið," sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið saxaði nokkuð á forskot portúgalska liðsins á fyrri níu holum lokadagsins en gaf eftir á seinni níu eins og áður í mótinu. „Við nýttum ekki þau tækifæri sem við fengum á seinni níu. Það er erfitt að segja hvað veldur en leikmenn voru svolítið dasaðir eftir meistaramótin. Þeir virkuðu bæði líkamlega þreyttir og ekki síst andlega. Meistaramótin eru fjórir dagar og taka á andlegu hliðina," sagði Úlfar en hann taldi fyrir mót að það myndi hjálpa strákunum að vera nýkomnir úr meistaramóti. „Það átti að veita þeim sjálfstraust miðað við hvað þeir léku vel en þeir virkuðu þreyttir í þessu móti og héldu ekki út." Úlfar var ánægður með að 74 væri hæsta skor sem hefði talið hjá íslenska liðinu á mótinu en á móti kom að aðeins einn hringur af 18 hjá liðinu var leikinn undir pari. „Það vantaði þessa tvo góðu hringi á hverjum degi. Það var alls ekki nógu gott að ná bara einum hring á undir pari. Það olli vonbrigðum. Ég get ekki neitað því." Úlfar var nokkuð gagnrýndur fyrir mótið vegna landsliðsvalsins. Hann skildi meðal annars Íslandsmeistarann og heimamanninn Axel Bóasson eftir. Úlfar segist standa við sitt val. „Það þýðir ekkert að horfa í baksýnisspegilinn. Ég er alveg til í að hlusta á gagnrýni en ég stend við þetta val mitt. Ég var bara með aðrar hugmyndir en sumir eins og gengur. Menn eru ekki alltaf sammála. Það er mitt starf að velja þetta og ég stend og fell með því." Landsliðsþjálfarinn bendir samt á að það sé lúxusvandamál að liðið sé ekki sjálfskipað og að breiddin sé orðin þetta mikil í íslensku golfi. „Það koma margir til greina í landsliðið og í sjálfu sér enginn yfirburðamaður lengur. Þeir eru mjög jafnir þessir strákar. Það er mjög jákvætt. Strákarnir þurfa að halda sér á tánum til þess að komast í liðið," sagði Úlfar en hann vill að strákarnir fái að spila meira á alþjóðlegum vettvangi. „Við þurfum að gefa þessum strákum fleiri tækifæri til að keppa á alþjóðlegum mótum svo þeir geti borið sig saman við menn erlendis. Þeir geta lært margt af þessu móti og munu vaxa með því að spila oftar á svona mótum. Sem betur fer eru líka fleiri strákar farnir í háskólagolf í Bandaríkjunum og það á eftir að hjálpa þeim mikið." Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu. Íslenska landsliðið náði ekki því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. Undankeppnin var haldin á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Þrjú efstu liðin af átta komust áfram og hafnaði Ísland í fjórða sæti. Ísland og Portúgal voru jöfn í þriðja sæti eftir fyrsta daginn en bilið á milli þeirra var orðið tólf högg eftir annan daginn. Það bil var of breitt og íslenska liðið minnkaði muninn aðeins í eitt högg lokadaginn og var því ellefu höggum frá því að komast áfram. „Það voru vissulega vonbrigði að komast ekki áfram enda taldi ég það vera raunhæft markmið að komast áfram. Við vissum að England og Holland væru með sterk lið en Portúgalarnir komu verulega á óvart. Breiddin hjá þeim var meiri en við héldum. Þeir léku líka vel í kulda og trekkingi. Þeir skildu okkur eftir á öðrum degi og það bil var of mikið," sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið saxaði nokkuð á forskot portúgalska liðsins á fyrri níu holum lokadagsins en gaf eftir á seinni níu eins og áður í mótinu. „Við nýttum ekki þau tækifæri sem við fengum á seinni níu. Það er erfitt að segja hvað veldur en leikmenn voru svolítið dasaðir eftir meistaramótin. Þeir virkuðu bæði líkamlega þreyttir og ekki síst andlega. Meistaramótin eru fjórir dagar og taka á andlegu hliðina," sagði Úlfar en hann taldi fyrir mót að það myndi hjálpa strákunum að vera nýkomnir úr meistaramóti. „Það átti að veita þeim sjálfstraust miðað við hvað þeir léku vel en þeir virkuðu þreyttir í þessu móti og héldu ekki út." Úlfar var ánægður með að 74 væri hæsta skor sem hefði talið hjá íslenska liðinu á mótinu en á móti kom að aðeins einn hringur af 18 hjá liðinu var leikinn undir pari. „Það vantaði þessa tvo góðu hringi á hverjum degi. Það var alls ekki nógu gott að ná bara einum hring á undir pari. Það olli vonbrigðum. Ég get ekki neitað því." Úlfar var nokkuð gagnrýndur fyrir mótið vegna landsliðsvalsins. Hann skildi meðal annars Íslandsmeistarann og heimamanninn Axel Bóasson eftir. Úlfar segist standa við sitt val. „Það þýðir ekkert að horfa í baksýnisspegilinn. Ég er alveg til í að hlusta á gagnrýni en ég stend við þetta val mitt. Ég var bara með aðrar hugmyndir en sumir eins og gengur. Menn eru ekki alltaf sammála. Það er mitt starf að velja þetta og ég stend og fell með því." Landsliðsþjálfarinn bendir samt á að það sé lúxusvandamál að liðið sé ekki sjálfskipað og að breiddin sé orðin þetta mikil í íslensku golfi. „Það koma margir til greina í landsliðið og í sjálfu sér enginn yfirburðamaður lengur. Þeir eru mjög jafnir þessir strákar. Það er mjög jákvætt. Strákarnir þurfa að halda sér á tánum til þess að komast í liðið," sagði Úlfar en hann vill að strákarnir fái að spila meira á alþjóðlegum vettvangi. „Við þurfum að gefa þessum strákum fleiri tækifæri til að keppa á alþjóðlegum mótum svo þeir geti borið sig saman við menn erlendis. Þeir geta lært margt af þessu móti og munu vaxa með því að spila oftar á svona mótum. Sem betur fer eru líka fleiri strákar farnir í háskólagolf í Bandaríkjunum og það á eftir að hjálpa þeim mikið."
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira