Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2012 06:45 Hörður Axel tók félagslið fram yfir landsliðið. fréttablaðið/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum. Dominos-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hóf æfingar á nýjan leik í gær manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins," segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur," bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á framfæri erlendis. Þannig hafi margir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönnum. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár," segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnumönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í landslið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leikmönnum sínum afarkosti. Auðvitað er þetta á endanum persónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns," segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum.
Dominos-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira