Pawel Bartoszek svarað Ögmundur Jónasson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun