Moska, mannréttindi og kristin trú Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Fyrir 14 árum bjó ég um tíma í landi þar sem fjöldi trúarbragða er sýnilegur á kröftugan og litríkan hátt, meðal annars með fjölda trúarhátíða. Meirihluti landsmanna eða rúmlega 60% eru múslímar, tæp 20% búddistar, tæp 10% kristnir og rúmlega 7% hindúar. Fyrir áhugamanneskju um trúarbrögð var þetta mikið tækifæri. Ég skoðaði moskur, fór í hindúamusteri og búddamusteri og fylgdist með fjölda trúarhátíða. Og ég sótti kirkju. Alls staðar var trúað fólk reiðubúið að segja mér frá trú sinni og hvers vegna hún skipti máli fyrir það. Og stolt að sýna mér sitt trúarlega heimili, hvort sem það var kirkja, musteri eða moska. Undanfarið hef ég orðið vör við hóp sem í samfélagsmiðlum hvetur gegn því að hér á landi verði byggð moska. Það er merkilegt hve hvöss viðbrögð það vekur jafnan þegar rætt er um byggingu mosku, ólíkt umræðu um aðrar trúarlegar byggingar. Ótti við íslam og múslíma byggir á röngum staðalmyndum, sem meðal annars tengist því að fáir þekkja múslíma vel og draga allar sínar ályktanir af fjölmiðlum og fréttaflutningi af þröngum hópum umdeildra róttæklinga sem skera sig úr fjöldanum, oft á stríðssvæðum. Staðreyndin er sú að fjöldi múslíma býr á Íslandi og margir hafa búið hér í áratugi. Sumir eru fæddir hér, sumir eru Íslendingar að langfeðgatali. Það eru tvö íslömsk trúfélög skráð á Íslandi og bæði hafa samkomuhús. Að meina þessum hópum öðrum fremur að byggja önnur samkomuhús sem eru sérhönnuð sem trúarlegar byggingar – moskur – er bæði múslímafælni og mannréttindabrot. Stundum er þessi ótti réttlættur með tilvísun í kristna trú. Ég er kristin og það hefur alltaf skipt mig miklu máli að geta sótt kirkju. Ég hef verið svo gæfusöm að geta gert það víða um heim í ólíkum löndum, þar á meðal löndum þar sem kristin trú er í minnihluta. Ég skil því vel þá ósk trúaðs fólks af ýmsum trúarbrögðum að vilja eignast húsnæði til trúariðkunar. Þetta á við um hof, musteri, sýnagógur, kirkju – og moskur. Það getur ekki verið boðskapur kristninnar að meina múslímum að byggja mosku.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun