Don McLean höfundur American Pie til Íslands 16. janúar 2012 09:00 Don McLean á Glastonbury-hátíðinni síðasta sumar. Hann spilar í Háskólabíói 17. október. nordicphotos/getty Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni. „Það er alltaf gaman þegar maður fær svona heimsþekkta listamenn til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um McLean. Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein mest selda plata áttunda áratugarins, American Pie, kom út. Af því tilefni ætlar McLean að spila víða um heiminn á þessu ári. Hann spilaði á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við frábærar undirtektir og er því í fínu formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði á Glastonbury fyrir framan hundrað þúsund manns og menn gera það ekki nema menn séu í góðu formi,“ segir Guðbjartur. „Ég hef verið að skoða umsagnir um tónleikana hans og þeir hafa verið að fá rosalega fína dóma.“ Platan American Pie var tileinkuð Buddy Holly og talið er að titillagið fjalli um flugslysið sem varð til þess að hann og tveir aðrir tónlistarmenn, þeir Ritchie Valens og J. P. „The Big Bopper“ Richardson, fórust. Samtök plötuútgefanda í Bandaríkjunum völdu lagið það fimmta áhrifamesta á síðustu öld og árið 2002 var það vígt inn í Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat á toppi bandaríska vinsældalistans í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var McLean vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda árið 2004. Annað vinsælt lag af plötunni er Vincent, sem var tileinkað málaranum Vincent Van Gogh. Meðal annarra þekktra laga McLean er Crying sem er hans útgáfa af lagi Roy Orbison, Castles in the Air og And I Love You So sem Elvis Presley tók upp á sína arma og söng. Einnig var lagið Killing Me Softly with His Song samið um McLean. Síðasta plata hans, Addicted to Black, kom út fyrir þremur árum. Miðasala á tónleika Dons McLean í Háskólabíói hefst á Midi.is á næstunni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni. „Það er alltaf gaman þegar maður fær svona heimsþekkta listamenn til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um McLean. Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein mest selda plata áttunda áratugarins, American Pie, kom út. Af því tilefni ætlar McLean að spila víða um heiminn á þessu ári. Hann spilaði á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við frábærar undirtektir og er því í fínu formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði á Glastonbury fyrir framan hundrað þúsund manns og menn gera það ekki nema menn séu í góðu formi,“ segir Guðbjartur. „Ég hef verið að skoða umsagnir um tónleikana hans og þeir hafa verið að fá rosalega fína dóma.“ Platan American Pie var tileinkuð Buddy Holly og talið er að titillagið fjalli um flugslysið sem varð til þess að hann og tveir aðrir tónlistarmenn, þeir Ritchie Valens og J. P. „The Big Bopper“ Richardson, fórust. Samtök plötuútgefanda í Bandaríkjunum völdu lagið það fimmta áhrifamesta á síðustu öld og árið 2002 var það vígt inn í Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat á toppi bandaríska vinsældalistans í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var McLean vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda árið 2004. Annað vinsælt lag af plötunni er Vincent, sem var tileinkað málaranum Vincent Van Gogh. Meðal annarra þekktra laga McLean er Crying sem er hans útgáfa af lagi Roy Orbison, Castles in the Air og And I Love You So sem Elvis Presley tók upp á sína arma og söng. Einnig var lagið Killing Me Softly with His Song samið um McLean. Síðasta plata hans, Addicted to Black, kom út fyrir þremur árum. Miðasala á tónleika Dons McLean í Háskólabíói hefst á Midi.is á næstunni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira