Don McLean höfundur American Pie til Íslands 16. janúar 2012 09:00 Don McLean á Glastonbury-hátíðinni síðasta sumar. Hann spilar í Háskólabíói 17. október. nordicphotos/getty Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni. „Það er alltaf gaman þegar maður fær svona heimsþekkta listamenn til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um McLean. Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein mest selda plata áttunda áratugarins, American Pie, kom út. Af því tilefni ætlar McLean að spila víða um heiminn á þessu ári. Hann spilaði á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við frábærar undirtektir og er því í fínu formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði á Glastonbury fyrir framan hundrað þúsund manns og menn gera það ekki nema menn séu í góðu formi,“ segir Guðbjartur. „Ég hef verið að skoða umsagnir um tónleikana hans og þeir hafa verið að fá rosalega fína dóma.“ Platan American Pie var tileinkuð Buddy Holly og talið er að titillagið fjalli um flugslysið sem varð til þess að hann og tveir aðrir tónlistarmenn, þeir Ritchie Valens og J. P. „The Big Bopper“ Richardson, fórust. Samtök plötuútgefanda í Bandaríkjunum völdu lagið það fimmta áhrifamesta á síðustu öld og árið 2002 var það vígt inn í Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat á toppi bandaríska vinsældalistans í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var McLean vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda árið 2004. Annað vinsælt lag af plötunni er Vincent, sem var tileinkað málaranum Vincent Van Gogh. Meðal annarra þekktra laga McLean er Crying sem er hans útgáfa af lagi Roy Orbison, Castles in the Air og And I Love You So sem Elvis Presley tók upp á sína arma og söng. Einnig var lagið Killing Me Softly with His Song samið um McLean. Síðasta plata hans, Addicted to Black, kom út fyrir þremur árum. Miðasala á tónleika Dons McLean í Háskólabíói hefst á Midi.is á næstunni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira
Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og Grammy-verðlaunahafinn Don McLean spilar í Háskólabíói 17. október. Hann er þekktastur fyrir lagið American Pie sem er eitt það vinsælasta í tónlistarsögunni. „Það er alltaf gaman þegar maður fær svona heimsþekkta listamenn til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um McLean. Fjörutíu ár eru liðin frá því að ein mest selda plata áttunda áratugarins, American Pie, kom út. Af því tilefni ætlar McLean að spila víða um heiminn á þessu ári. Hann spilaði á Glastonbury-hátíðinni í fyrra við frábærar undirtektir og er því í fínu formi, 66 ára að aldri. „Hann spilaði á Glastonbury fyrir framan hundrað þúsund manns og menn gera það ekki nema menn séu í góðu formi,“ segir Guðbjartur. „Ég hef verið að skoða umsagnir um tónleikana hans og þeir hafa verið að fá rosalega fína dóma.“ Platan American Pie var tileinkuð Buddy Holly og talið er að titillagið fjalli um flugslysið sem varð til þess að hann og tveir aðrir tónlistarmenn, þeir Ritchie Valens og J. P. „The Big Bopper“ Richardson, fórust. Samtök plötuútgefanda í Bandaríkjunum völdu lagið það fimmta áhrifamesta á síðustu öld og árið 2002 var það vígt inn í Grammy-frægðarhöllina. Lagið sat á toppi bandaríska vinsældalistans í fjórar vikur árið 1971. Sjálfur var McLean vígður inn í Frægðarhöll lagahöfunda árið 2004. Annað vinsælt lag af plötunni er Vincent, sem var tileinkað málaranum Vincent Van Gogh. Meðal annarra þekktra laga McLean er Crying sem er hans útgáfa af lagi Roy Orbison, Castles in the Air og And I Love You So sem Elvis Presley tók upp á sína arma og söng. Einnig var lagið Killing Me Softly with His Song samið um McLean. Síðasta plata hans, Addicted to Black, kom út fyrir þremur árum. Miðasala á tónleika Dons McLean í Háskólabíói hefst á Midi.is á næstunni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fleiri fréttir Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Sjá meira