Erlent

Jon Huntsman hættir við framboð sitt

Jon Huntsman fyrrum ríkisstjóri Utah er hættur við að sækjast eftir að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann mun í staðinn lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney.

Þetta kemur fram í blaðinu New York Times en þar segir að von sé á yfirlýsingu Huntsman um málið í dag.

Huntsman hefur mælst með lítinn stuðning í skoðanakönnunum á undanförnu og fékk aðeins 4% atkvæða í nýrri könnun um fylgið í Suður Karólínu þar sem næsta prófkjör fer fram um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×