Erlent

Ný tegund hestaflugu nefnd í höfuðið á Beyonce

Það var afturendi flugunnar sem var hvatinn að nafngiftinni.
Það var afturendi flugunnar sem var hvatinn að nafngiftinni. mynd/AFP
Vísindamaður í Ástralíu hefur nefnt nýja flugutegund í höfuðið á söngkonunni Beyonce. Flugan er með gylltan afturenda og er sögð vera afar falleg.

Fræðilegt heiti hestaflugunnar er Scaptia (Plinthina) beyonceae.

Það er vísindamaðurinn Bryan Lessard sem á heiðurinn að nafngiftinni en hann er mikill aðdáandi söngkonunnar. Hann sagði AP fréttastofunni að nú yrði nafn Beyonce innsiglað í náttúrulífsbókum um ókomna tíð.

Scaptia (Plinthina) beyonceaemynd/AP
Sjálf hefur Beyonce ekkert tjáð sig um málið og finnst Lessard það miður. Hann vonast til þess að Beyonce kunni að meta virðingarvottinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×