Hverjir vilja láta blekkja sig? Magnús S. Magnússon skrifar 16. apríl 2012 07:00 Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. Ofannefndir guðfræðingar trúa ekki á tilveru neinna guða, heldur ekki þess sem gat einkason með konu annars, en lét deyja á rómversku pyntingadrápstæki rétt eins og þau hundrað börn sem nú deyja úr hungri á hverri klukkustund. En þeir eru sammála um mikilvægi þess að halda vitgrönnum og óstýrilátum lýðnum (sumir sögðu skrílnum) í skefjum og til þess væru trú og trúarbrögð þrautreynd tæki. Hafa þeir e.t.v. meiri trú á mátt blekkinga en upplýsingar og lýðræðis? Í bernsku heyrði ég presta ríkiskirkjunnar lýsa – sem heilögum sannleika – tilveru almáttugrar ósýnilegrar ofurveru, sem þeir væru fulltrúar fyrir. Þeir fullyrtu jafnvel að manngæska væri háð trú á ofurveruna, sem sjálfri allt leyfist, en enga ábyrgð ber. Sérhvert barn, sem ekki trúði þeim sögðu þeir hafa hrokafullt hjarta, já, hrokafullt barnshjarta. Slíkt gleymist seint og andlegt ofbeldi gagnvart börnum ásamt óteljandi öðrum voðaverkum þjóna ósýnilegu ofurverunnar, m.a. gagnvart börnum, koma óhjákvæmilega upp í hugann. Ofurþjónarnir hafa flestir fengið menntun sína við Guðfræðideild H.Í. og því áhugavert að kynnast viðhorfum guðfræðinga þar. Stórafmæli eins helsta lærimeistara deildarinnar varð nýlega tilefni opinnar ráðstefnu um guðfræðileg málefni í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumenn voru fræðimenn úr ýmsum greinum s.s. guðfræði, verkfræði og lögfræði. Í lokaumræðunni spurði ég því hvað væri um yfirnáttúrulegar verur við deildina. Svörin komu hiklaus og skýr. Fyrst svaraði kvenprestur, sem mun vera doktor í guðfræði frá Bandaríkjunum, og sagðist hún ekki vilja kannast við neitt annað en náttúruleg fyrirbrigði. Strax á eftir svaraði sá er stórafmælið átti. „Það eru engar yfirnáttúrulegar verur hjá okkur“, sagði hann og leit um leið spyrjandi m.a. til hóps guðfræðinga á sviðinu. Enginn andmælti og hann bætti við: „Við erum bara að túlka gamla texta“. Hann kvað þó tilveru kirkjunnar verjandi en þá mest vegna minningaræðanna. Guðfræðingar H.Í. virtust þannig jafn vantrúaðir og ofannefndir starfsbræður þeirra, sem og nánast allir meðlimir í Vísindaakademíum Bandaríkjanna og Bretlands. (Sjá “Good Without God: What a Billion Nonreligious People Do Believe”, eftir Greg Epstein, 2009. Sjá www.hbl.hi.is/religion.) Hvaðan hafa þá prestarnir þetta sem þeir kalla heilagan sannleika um almáttuga, ósýnilega og einráða ofurveru sem allt viti og allt hafi skapað? Var það aldrei uppáskrifað af guðfræðingum Guðfræðideildar H.Í. þar sem menn bara túlka gamla texta rétt eins og aðrir t.d. Eddu eða Íslendingasögur og ættu e.t.v. að upplýsa almenning um? Það virðist ófært að fullyrðingar um ósýnilegar ofurverur o.s.frv. geti virst á ábyrgð helstu vísinda- og fræðastofnunar þjóðarinnar. Þó hér tíðkist ríkiskostuð ríkiskirkja, ríkistrúarbrögð og ríkistrúboð á 21. öld, virðist óhugsandi að háskóli taki nokkurn þátt í að ginna almenning og fá jafnvel fátæka til að lifa og strita í óraunverulegum heimi með loforðum um borgun síðar – í öðru lífi – sem einnig er lofað. Hverjir sjá í slíku samfélagsstoð og hverjir grundvöll siðferðis? Nýlega sagði skírður og fermdur reykvískur verslunareigandi um fimmtugt mér að hann bæði til Guðs daglega, en hafnaði þróunarkenningu Darwins: „Hún stenst ekki,“ sagði hann. „Tökum t.d. ketti. Svo lengi sem menn muna hafa kettir bara verið kettir… og sama gildir um menn“. (Einnig tungumálakunnátta hans var hverfandi.) Ættu frekar aðrar háskóladeildir að koma að inntöku (fermingu) ungs fólks inn í nútímaheim fullorðinna m.a. með raunverulegri áherslu á heiðarleika, lágmarksþekkingu varðandi uppruna og þróun alls lífs og um aldur, stærð og gerð alheimsins? Að bíða í áratugi eftir betur menntuðum kynslóðum virðist ekki lengur ásættanlegt heldur þarf þjóðarátak – í þágu alls almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. Ofannefndir guðfræðingar trúa ekki á tilveru neinna guða, heldur ekki þess sem gat einkason með konu annars, en lét deyja á rómversku pyntingadrápstæki rétt eins og þau hundrað börn sem nú deyja úr hungri á hverri klukkustund. En þeir eru sammála um mikilvægi þess að halda vitgrönnum og óstýrilátum lýðnum (sumir sögðu skrílnum) í skefjum og til þess væru trú og trúarbrögð þrautreynd tæki. Hafa þeir e.t.v. meiri trú á mátt blekkinga en upplýsingar og lýðræðis? Í bernsku heyrði ég presta ríkiskirkjunnar lýsa – sem heilögum sannleika – tilveru almáttugrar ósýnilegrar ofurveru, sem þeir væru fulltrúar fyrir. Þeir fullyrtu jafnvel að manngæska væri háð trú á ofurveruna, sem sjálfri allt leyfist, en enga ábyrgð ber. Sérhvert barn, sem ekki trúði þeim sögðu þeir hafa hrokafullt hjarta, já, hrokafullt barnshjarta. Slíkt gleymist seint og andlegt ofbeldi gagnvart börnum ásamt óteljandi öðrum voðaverkum þjóna ósýnilegu ofurverunnar, m.a. gagnvart börnum, koma óhjákvæmilega upp í hugann. Ofurþjónarnir hafa flestir fengið menntun sína við Guðfræðideild H.Í. og því áhugavert að kynnast viðhorfum guðfræðinga þar. Stórafmæli eins helsta lærimeistara deildarinnar varð nýlega tilefni opinnar ráðstefnu um guðfræðileg málefni í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumenn voru fræðimenn úr ýmsum greinum s.s. guðfræði, verkfræði og lögfræði. Í lokaumræðunni spurði ég því hvað væri um yfirnáttúrulegar verur við deildina. Svörin komu hiklaus og skýr. Fyrst svaraði kvenprestur, sem mun vera doktor í guðfræði frá Bandaríkjunum, og sagðist hún ekki vilja kannast við neitt annað en náttúruleg fyrirbrigði. Strax á eftir svaraði sá er stórafmælið átti. „Það eru engar yfirnáttúrulegar verur hjá okkur“, sagði hann og leit um leið spyrjandi m.a. til hóps guðfræðinga á sviðinu. Enginn andmælti og hann bætti við: „Við erum bara að túlka gamla texta“. Hann kvað þó tilveru kirkjunnar verjandi en þá mest vegna minningaræðanna. Guðfræðingar H.Í. virtust þannig jafn vantrúaðir og ofannefndir starfsbræður þeirra, sem og nánast allir meðlimir í Vísindaakademíum Bandaríkjanna og Bretlands. (Sjá “Good Without God: What a Billion Nonreligious People Do Believe”, eftir Greg Epstein, 2009. Sjá www.hbl.hi.is/religion.) Hvaðan hafa þá prestarnir þetta sem þeir kalla heilagan sannleika um almáttuga, ósýnilega og einráða ofurveru sem allt viti og allt hafi skapað? Var það aldrei uppáskrifað af guðfræðingum Guðfræðideildar H.Í. þar sem menn bara túlka gamla texta rétt eins og aðrir t.d. Eddu eða Íslendingasögur og ættu e.t.v. að upplýsa almenning um? Það virðist ófært að fullyrðingar um ósýnilegar ofurverur o.s.frv. geti virst á ábyrgð helstu vísinda- og fræðastofnunar þjóðarinnar. Þó hér tíðkist ríkiskostuð ríkiskirkja, ríkistrúarbrögð og ríkistrúboð á 21. öld, virðist óhugsandi að háskóli taki nokkurn þátt í að ginna almenning og fá jafnvel fátæka til að lifa og strita í óraunverulegum heimi með loforðum um borgun síðar – í öðru lífi – sem einnig er lofað. Hverjir sjá í slíku samfélagsstoð og hverjir grundvöll siðferðis? Nýlega sagði skírður og fermdur reykvískur verslunareigandi um fimmtugt mér að hann bæði til Guðs daglega, en hafnaði þróunarkenningu Darwins: „Hún stenst ekki,“ sagði hann. „Tökum t.d. ketti. Svo lengi sem menn muna hafa kettir bara verið kettir… og sama gildir um menn“. (Einnig tungumálakunnátta hans var hverfandi.) Ættu frekar aðrar háskóladeildir að koma að inntöku (fermingu) ungs fólks inn í nútímaheim fullorðinna m.a. með raunverulegri áherslu á heiðarleika, lágmarksþekkingu varðandi uppruna og þróun alls lífs og um aldur, stærð og gerð alheimsins? Að bíða í áratugi eftir betur menntuðum kynslóðum virðist ekki lengur ásættanlegt heldur þarf þjóðarátak – í þágu alls almennings.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun