Erlent

Slökkviliðsmenn í háska

Slökkviliðið í Hackensack í New Jersey í Bandaríkjunum hefur birt ótrúlegt myndband á vefsíðunni YouTube. Þar sjást slökkviliðsmenn berjast við eld sem kom upp í tveggja hæða húsi.

Myndbandið hefst á slökkviliðsmanni sem festir myndavél á öryggishjálm sinn. Hann hleypur síðan inn í húsið ásamt félögum sínum.

Í myndbandslýsingunni kemur fram að húsið sé á tveimur hæðum og að eldur hafi læst í þaki hússins.

Peter Danzo, slökkviliðsstjóri í Hackensack, sagði á vefsíðunni FireCritic.com að hann sé afar stoltur af mönnum sínum og að þeir hafi gert allt rétt.

„Þeir hreinsuðu út fyrstu hæðina og pössuðu vel upp á stigann," skrifaði Danzo. „Þeir voru vel útbúnir og réðust gegn eldinum á kerfisbundinn máta."

Hægt er að sjá myndbandið í heild sinni hér fyrir ofa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×