Hundalógik Sigurður Pálsson skrifar 12. apríl 2012 06:00 Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. Til að leggja áherslu á hversu fáránlegt athæfi biskups er, jafnar hann því saman ef nafngreind fótboltahetja hefði kvartað undan því að fá ekki fleiri vítaspyrnur í tilgreindum knattspyrnuleik. Ég skal fúslega játa að ég er hvorki blaðamaður né knattspyrnuáhugamaður, en ég á erfitt með að höndla röksemdafærsluna. Merkir þetta að vegna þess að kirkjan nýtur meintra forréttinda sé það frekja af biskupi að vekja athygli á linnulausum áróðri vissra aðila gegn kirkju og kristni? Ergo: Íþróttahreyfingin nýtur á margan hátt forréttinda miðað við önnur frjáls félagasamtök í landinu. Ef einhverjum dytti í hug að halda uppi linnulausum áróðri gegn hreyfingunni, væri það frekja af forystumönnum hennar að svara þeim áróðri. Hvílík röksnilli! Hættumörkum ná þó andköf molahöfundarins vegna athugasemda biskups við niðurlægjandi ásökunum um hræsni fermingarbarna, þar sem því er haldið fram að þau láti fyrst og fremst ferma sig til að fá gjafirnar. Þetta verður molahöfundi tilefni til talnaleikfimi sem skilar þeirri niðurstöðu að fermingarbörn gætu hugsanlega verið um 82,8% af árgangi. Niðurstaða molahöfundar er sú að þetta hljóti að vera „mest ofsótti meirihluti í heimi, ef marka má orð biskups". Á að skilja þessi orð þannig að allt sé í lagi að niðurlægja fermingarbörn af því að þau eru svo mörg? Eða: Það er allt í lagi að kasta grjóti ef hópurinn sem verður fyrir grjóthríðinni er nógu stór! Það er allt í lagi að niðurlægja fólk, ef nógu margir eru niðurlægðir í einu! Þessi röksemdafærsla er tær snilld og skólabókardæmi um þá röksnilli sem kölluð hefur verið hundalógik (sjá Íslenska orðabók, Edda 2002, bls. 663). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. Til að leggja áherslu á hversu fáránlegt athæfi biskups er, jafnar hann því saman ef nafngreind fótboltahetja hefði kvartað undan því að fá ekki fleiri vítaspyrnur í tilgreindum knattspyrnuleik. Ég skal fúslega játa að ég er hvorki blaðamaður né knattspyrnuáhugamaður, en ég á erfitt með að höndla röksemdafærsluna. Merkir þetta að vegna þess að kirkjan nýtur meintra forréttinda sé það frekja af biskupi að vekja athygli á linnulausum áróðri vissra aðila gegn kirkju og kristni? Ergo: Íþróttahreyfingin nýtur á margan hátt forréttinda miðað við önnur frjáls félagasamtök í landinu. Ef einhverjum dytti í hug að halda uppi linnulausum áróðri gegn hreyfingunni, væri það frekja af forystumönnum hennar að svara þeim áróðri. Hvílík röksnilli! Hættumörkum ná þó andköf molahöfundarins vegna athugasemda biskups við niðurlægjandi ásökunum um hræsni fermingarbarna, þar sem því er haldið fram að þau láti fyrst og fremst ferma sig til að fá gjafirnar. Þetta verður molahöfundi tilefni til talnaleikfimi sem skilar þeirri niðurstöðu að fermingarbörn gætu hugsanlega verið um 82,8% af árgangi. Niðurstaða molahöfundar er sú að þetta hljóti að vera „mest ofsótti meirihluti í heimi, ef marka má orð biskups". Á að skilja þessi orð þannig að allt sé í lagi að niðurlægja fermingarbörn af því að þau eru svo mörg? Eða: Það er allt í lagi að kasta grjóti ef hópurinn sem verður fyrir grjóthríðinni er nógu stór! Það er allt í lagi að niðurlægja fólk, ef nógu margir eru niðurlægðir í einu! Þessi röksemdafærsla er tær snilld og skólabókardæmi um þá röksnilli sem kölluð hefur verið hundalógik (sjá Íslenska orðabók, Edda 2002, bls. 663).
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar