Ekki meirihluti fyrir kannabisræktuninni 12. apríl 2012 08:00 Heimilt er að rækta lítilræði af maríjúana til einkanota á Spáni, en óvíst hvernig áform smábæjar um að rækta og selja eiturlyfið hefði fallið að þeim lögum. Nordicphotos/AFP Ekki var nægur stuðningur við áform bæjarstjórnar í spænskum smábæ fyrir því að hefja stórfellda ræktun á kannabisi í íbúakosningum. Um 56 prósent studdu ræktunina, en 75 prósent hefðu þurft að vera henni samþykk til að hún yrði að veruleika, samkvæmt frétt BBC. Um 960 búa í bænum Rasquera í Katalóníu, og hafa bæjarbúar hingað til lifað á ræktun vínberja og ólífa. Bæjarfélagið er fremur skuldsett eftir ágjöf síðustu ára, og duttu stjórnendur bæjarins niður á frumlega leið til að afla bænum tekna. Þeir lögðu til að bærinn legði land undir kannabisræktun, en á Spáni er heimilt að rækta lítilræði af maríjúana til einkanota. Bæjarfulltrúarnir töldu öruggt að ræktun á talsverðu magni af fíkniefninu væri heimiluð með þessum lagaákvæðum. Stjórnvöld á Spáni voru á annarri skoðun, og hótuðu bæjaryfirvöldum að fara með málið fyrir dómstóla ef bærinn gerði alvöru úr þessum áformum. Þótt meirihluti þeirra sem þátt tóku í íbúakosningunni hafi verið hlynntir því að rækta kannabis óttaðist stór hluti bæjarbúa að lögfræðikostnaður gæti sligað bæjarsjóð, sem þegar stendur tæpt. Ekkert verður því af því að þorpið beiti þessari frumlegu aðferð til að afla tekna, í bili að minnsta kosti. - bj Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Ekki var nægur stuðningur við áform bæjarstjórnar í spænskum smábæ fyrir því að hefja stórfellda ræktun á kannabisi í íbúakosningum. Um 56 prósent studdu ræktunina, en 75 prósent hefðu þurft að vera henni samþykk til að hún yrði að veruleika, samkvæmt frétt BBC. Um 960 búa í bænum Rasquera í Katalóníu, og hafa bæjarbúar hingað til lifað á ræktun vínberja og ólífa. Bæjarfélagið er fremur skuldsett eftir ágjöf síðustu ára, og duttu stjórnendur bæjarins niður á frumlega leið til að afla bænum tekna. Þeir lögðu til að bærinn legði land undir kannabisræktun, en á Spáni er heimilt að rækta lítilræði af maríjúana til einkanota. Bæjarfulltrúarnir töldu öruggt að ræktun á talsverðu magni af fíkniefninu væri heimiluð með þessum lagaákvæðum. Stjórnvöld á Spáni voru á annarri skoðun, og hótuðu bæjaryfirvöldum að fara með málið fyrir dómstóla ef bærinn gerði alvöru úr þessum áformum. Þótt meirihluti þeirra sem þátt tóku í íbúakosningunni hafi verið hlynntir því að rækta kannabis óttaðist stór hluti bæjarbúa að lögfræðikostnaður gæti sligað bæjarsjóð, sem þegar stendur tæpt. Ekkert verður því af því að þorpið beiti þessari frumlegu aðferð til að afla tekna, í bili að minnsta kosti. - bj
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira