Rafbækur í skólastarfi Óskar Þór Þráinsson skrifar 12. apríl 2012 15:00 Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer í gegnum hendur hvers nemanda sem stundar nám í tólf til átján ár. Útlit þeirra og innihald er breytingum háð en í grunninn eru þetta allt bækur sem kenna okkur að nema, skilja heiminn í kringum okkur og undirbúa okkur undir lífið. Bækurnar breytast og tæknin með og nú er rafbókin, nýjasta form bóka, farin að láta á sér kræla í íslenska skólakerfinu. Rafbækur eru skrár á tölvutæku formi sem virka á hliðstæðan hátt og bækur. Þær eru til á ólíkum formum sem hægt er að lesa í mismunandi tækjum en byggja allar á sömu grundvallarreglu. Rafbækur eru tölvuskrár sem innihalda texta og myndir og eru framsettar á staðlaðan hátt. Ákveðnar tegundir rafbóka geta einnig komist lengra og innihaldið margmiðlunarefni svo sem hljóð, myndskeið, tengla á ítarefni og geta jafnvel verið gagnvirkar. Að hluta til eiga rafbækur meira sameiginlegt með vefsíðum heldur en prentuðum bókum enda byggir rafbókatæknin á sömu stöðlum og vefsíður. Rafbækur eru ólíkar bókum á Pdf formi að því leyti að staðsetning texta og mynda er ekki fast negld niður heldur er flæðandi og getur breyst. Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu bókina er að lesandinn stjórnar lestrarupplifuninni. Lesandinn getur aðlagað rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft stækkað og minnkað myndir. Þetta eru dýrmætir möguleikar sem veita ýmsum hópum svo sem lesblindum, sjóndöprum og blindum aukið aðgengi að bókum. Rafrænn texti eykur einnig möguleika á að leita í texta, finna viðeigandi upplýsingar fljótt og örugglega og býður upp á að glósa heilu málsgreinarnar án fyrirhafnar. Það er útbreiddur misskilningur að rafbækur þurfi að lesa í sérstökum lestækjum. Reyndin er að rafbækur er hægt að lesa í mörgum tækjum svo sem í hefðbundnum borð- og fartölvum, snjallsímum, lófatölvum, snjalltöflum eins og GalaxyTab eða iPad eða í sérhönnuðum lestöflum eins og Kindle eða Nook. Þessi tæki innihalda eða geta notað hugbúnað til þess að lesa ákveðnar tegundir rafbóka. Lestæki eru heldur ekki háð ákveðnum rafbókaveitum. Öll ofangreind tæki geta lesið rafbækur frá fjölda netverslana og rafbókaveitna. Rafbækur og lestæki eru því algjörlega aðskildir hlutir og óháð hvert öðru. Það er því mikilvægt að hafa í huga að rafbókavæðing náms- og lestrarbóka er ekki háð ákveðnum tækjum. Tölvukostur leik-, grunn-, framhalds- og háskóla er þegar reiðubúinn til þess að veita kennurum og nemendum aðgang að rafbókum án fjárfestinga í lestækjakosti. Gerð rafbóka lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og gerð prentaðra bóka. Skrifa þarf texta, setja inn myndir, skipuleggja framsetningu efnis og vanda til frágangs og uppsetningar. Með vandaðri ritstjórn geta rafbækur verið í stöðugri þróun. Þar sem rafbækur eru í eðli sínu rafrænar er auðvelt að lagfæra villur, endurskoðun efnis getur átt sér stað reglulega og þróun námsefnis getur verið lifandi án þess að því fylgi kostnaður við prentun, endurprentun og dreifingu. Rafbókavæðing skólakerfisins snýr ekki eingöngu að námsbókum. Skólakerfið byggir einnig á lestri bókmennta. Um leið og nemendur og kennarar tileinka sér rafrænar námsbækur liggur beint við að nota almennar bækur á rafbókaformi. Nemendur geta tileinkað sér rafbækur í lestrarnámi og til afþreyingar. Skólabókasöfn geta þannig þróast í rafskólabókasöfn fyrir náms-, fræði- og afþreyingabækur og miðstöð þekkingar innan skólanna. Nemendur, kennarar og starfsfólk geta nálgast nýjar og gamlar bækur á bókasöfnum skólanna. Rafbækur bjóða upp á gífurlega marga möguleika í skólastarfi. Það er skylda okkar að vera opin fyrir nýjungum og leita leiða til framþróunar og endurbóta. Tökum fagnandi á móti nýrri tækni og tileinkum okkur hana skólakerfinu til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer í gegnum hendur hvers nemanda sem stundar nám í tólf til átján ár. Útlit þeirra og innihald er breytingum háð en í grunninn eru þetta allt bækur sem kenna okkur að nema, skilja heiminn í kringum okkur og undirbúa okkur undir lífið. Bækurnar breytast og tæknin með og nú er rafbókin, nýjasta form bóka, farin að láta á sér kræla í íslenska skólakerfinu. Rafbækur eru skrár á tölvutæku formi sem virka á hliðstæðan hátt og bækur. Þær eru til á ólíkum formum sem hægt er að lesa í mismunandi tækjum en byggja allar á sömu grundvallarreglu. Rafbækur eru tölvuskrár sem innihalda texta og myndir og eru framsettar á staðlaðan hátt. Ákveðnar tegundir rafbóka geta einnig komist lengra og innihaldið margmiðlunarefni svo sem hljóð, myndskeið, tengla á ítarefni og geta jafnvel verið gagnvirkar. Að hluta til eiga rafbækur meira sameiginlegt með vefsíðum heldur en prentuðum bókum enda byggir rafbókatæknin á sömu stöðlum og vefsíður. Rafbækur eru ólíkar bókum á Pdf formi að því leyti að staðsetning texta og mynda er ekki fast negld niður heldur er flæðandi og getur breyst. Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu bókina er að lesandinn stjórnar lestrarupplifuninni. Lesandinn getur aðlagað rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft stækkað og minnkað myndir. Þetta eru dýrmætir möguleikar sem veita ýmsum hópum svo sem lesblindum, sjóndöprum og blindum aukið aðgengi að bókum. Rafrænn texti eykur einnig möguleika á að leita í texta, finna viðeigandi upplýsingar fljótt og örugglega og býður upp á að glósa heilu málsgreinarnar án fyrirhafnar. Það er útbreiddur misskilningur að rafbækur þurfi að lesa í sérstökum lestækjum. Reyndin er að rafbækur er hægt að lesa í mörgum tækjum svo sem í hefðbundnum borð- og fartölvum, snjallsímum, lófatölvum, snjalltöflum eins og GalaxyTab eða iPad eða í sérhönnuðum lestöflum eins og Kindle eða Nook. Þessi tæki innihalda eða geta notað hugbúnað til þess að lesa ákveðnar tegundir rafbóka. Lestæki eru heldur ekki háð ákveðnum rafbókaveitum. Öll ofangreind tæki geta lesið rafbækur frá fjölda netverslana og rafbókaveitna. Rafbækur og lestæki eru því algjörlega aðskildir hlutir og óháð hvert öðru. Það er því mikilvægt að hafa í huga að rafbókavæðing náms- og lestrarbóka er ekki háð ákveðnum tækjum. Tölvukostur leik-, grunn-, framhalds- og háskóla er þegar reiðubúinn til þess að veita kennurum og nemendum aðgang að rafbókum án fjárfestinga í lestækjakosti. Gerð rafbóka lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og gerð prentaðra bóka. Skrifa þarf texta, setja inn myndir, skipuleggja framsetningu efnis og vanda til frágangs og uppsetningar. Með vandaðri ritstjórn geta rafbækur verið í stöðugri þróun. Þar sem rafbækur eru í eðli sínu rafrænar er auðvelt að lagfæra villur, endurskoðun efnis getur átt sér stað reglulega og þróun námsefnis getur verið lifandi án þess að því fylgi kostnaður við prentun, endurprentun og dreifingu. Rafbókavæðing skólakerfisins snýr ekki eingöngu að námsbókum. Skólakerfið byggir einnig á lestri bókmennta. Um leið og nemendur og kennarar tileinka sér rafrænar námsbækur liggur beint við að nota almennar bækur á rafbókaformi. Nemendur geta tileinkað sér rafbækur í lestrarnámi og til afþreyingar. Skólabókasöfn geta þannig þróast í rafskólabókasöfn fyrir náms-, fræði- og afþreyingabækur og miðstöð þekkingar innan skólanna. Nemendur, kennarar og starfsfólk geta nálgast nýjar og gamlar bækur á bókasöfnum skólanna. Rafbækur bjóða upp á gífurlega marga möguleika í skólastarfi. Það er skylda okkar að vera opin fyrir nýjungum og leita leiða til framþróunar og endurbóta. Tökum fagnandi á móti nýrri tækni og tileinkum okkur hana skólakerfinu til framdráttar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun