Erlent

Vopnahlé hafið í Sýrlandi

Mynd/AP
Vopnahlé sem Kofi Annan erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins lagði til í Sýrlandi er hafið en vesturveldin efast enn um heilindi stjórnvalda í landinu og óttast það það muni halda í stuttan tíma. Al Assad forseti heitir því að standa við vopnahléð en segir stjórnvöld hafa rétt til þess að bregðast við árásum. Það sama segir stærrsta andspyrnuhreyfingin og því ljóst að ástandið er afar eldfimt.

Vopnahléið tók gildi klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma og engar fregnir hafa borist af átökum enn sem komið er. Síðan er gert ráð fyrir því að stjórnvöld dragi herlið sitt til baka frá borgum og bæjum þar sem átökin hafa verið sem mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×