Neyðast til að fækka nemendum um 200 17. október 2012 00:01 Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, fundaði í gær með fulltrúum ráðuneytisins vegna stöðu skólans. „Það vantar yfir sjötíu milljónir króna til að halda sjó miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við höfum töluna í fjárlögum og vitum hvað skólastarfið mun kosta á næsta ári að óbreyttu. Þetta þýðir einfaldlega stórfellda fækkun nemenda, úr rúmlega 1.100 í rúmlega 900, auk fækkunar starfsfólks," segir Kristján. Hann segir skilaboðin hafa verið einföld; fjármagn til skólans verði ekki aukið. Hins vegar sé það mat hans að skólinn hafi ekki fengið hækkanir til samræmis við marga aðra skóla, en um þetta sé ágreiningur. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að hún hafi áhyggjur af rekstrarstöðu framhaldsskólanna almennt, eins og komið hafi fram í fjárlagaumræðunni í haust. Þegar hafi verið lagðar til 140 milljónir til framhaldsskólanna í fjáraukalögum og vonir hennar standi til frekari framlaga í fjárlögum. „Það kemur mér hins vegar á óvart að heyra af þessu því skólinn hefur ekki verið að nýta fjárheimildir sínar að fullu." Kristján minnir á að fyrir rúmlega tveimur árum fundaði ríkisstjórnin í fyrsta sinn í Reykjanesbæ. Þá hafi verið boðað, meðal annars, að rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum yrði tryggður og þróa skyldi fjölbreyttara námsframboð á svæðinu til að byggja undir þá sem minnsta menntun höfðu eða voru án atvinnu. „Við fögnuðum þessu mjög og því er þetta áfall fyrir okkur að fá þessi skilaboð núna," segir Kristján. Varðandi átak stjórnvalda segir Katrín að staðið hafi verið við það sem lagt var af stað með; tveir verkefnisstjórar hafi starfað við að þróa ýmis verkefni á svæðinu og margt sé í deiglunni sem komi öllum skólum á svæðinu til góða. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðuna afleita. Því sé marglýst yfir að lausnin á stöðu Suðurnesja felist ekki síst í að styrkja menntun ungs fólks. Árni segir að forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar hafi ítrekað tekið málið upp við þingmenn kjördæmisins og fjárlaganefnd Alþingis. „Svo þetta er ekki bara grafalvarlegt heldur stórundarlegt." Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum (FS) fyrir næsta skólaár þýðir að fækka þarf nemendum skólans um 200, að sögn skólameistara. Eins þurfi að fækka starfsfólki skólans um sem nemur tólf til fjórtán stöðugildum. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, fundaði í gær með fulltrúum ráðuneytisins vegna stöðu skólans. „Það vantar yfir sjötíu milljónir króna til að halda sjó miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Við höfum töluna í fjárlögum og vitum hvað skólastarfið mun kosta á næsta ári að óbreyttu. Þetta þýðir einfaldlega stórfellda fækkun nemenda, úr rúmlega 1.100 í rúmlega 900, auk fækkunar starfsfólks," segir Kristján. Hann segir skilaboðin hafa verið einföld; fjármagn til skólans verði ekki aukið. Hins vegar sé það mat hans að skólinn hafi ekki fengið hækkanir til samræmis við marga aðra skóla, en um þetta sé ágreiningur. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að hún hafi áhyggjur af rekstrarstöðu framhaldsskólanna almennt, eins og komið hafi fram í fjárlagaumræðunni í haust. Þegar hafi verið lagðar til 140 milljónir til framhaldsskólanna í fjáraukalögum og vonir hennar standi til frekari framlaga í fjárlögum. „Það kemur mér hins vegar á óvart að heyra af þessu því skólinn hefur ekki verið að nýta fjárheimildir sínar að fullu." Kristján minnir á að fyrir rúmlega tveimur árum fundaði ríkisstjórnin í fyrsta sinn í Reykjanesbæ. Þá hafi verið boðað, meðal annars, að rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum yrði tryggður og þróa skyldi fjölbreyttara námsframboð á svæðinu til að byggja undir þá sem minnsta menntun höfðu eða voru án atvinnu. „Við fögnuðum þessu mjög og því er þetta áfall fyrir okkur að fá þessi skilaboð núna," segir Kristján. Varðandi átak stjórnvalda segir Katrín að staðið hafi verið við það sem lagt var af stað með; tveir verkefnisstjórar hafi starfað við að þróa ýmis verkefni á svæðinu og margt sé í deiglunni sem komi öllum skólum á svæðinu til góða. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðuna afleita. Því sé marglýst yfir að lausnin á stöðu Suðurnesja felist ekki síst í að styrkja menntun ungs fólks. Árni segir að forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar hafi ítrekað tekið málið upp við þingmenn kjördæmisins og fjárlaganefnd Alþingis. „Svo þetta er ekki bara grafalvarlegt heldur stórundarlegt."
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira