Innlent

Fleiri myndbönd um stjórnarskrána

BBI skrifar
Myndbönd af styttri gerðinni sem Stjórnarskrárfélagið vann eru nú byrjuð að birtast á netinu. Næstu daga mun 16 slík myndbönd birtast en í þeim hvetja þjóðþekktir einstaklingar Íslendinga til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Myndböndin tengjast langa myndbandinu sem birtist um daginn og nefndist Ekki kjósa. Í stuttu myndböndunum fær maður að sjá meira af hverjum einstakling og heyra hvað hann hefur að segja um stjórnarskrána og atkvæðagreiðsluna.

Hér að neðan eru fjögur fyrstu myndböndin, en afganginn verður svo hægt að nálgast á youtube.com á næstu dögum.

Eva María Jónsdóttir - Ekki flókið


Benedikt Erlingsson - Það sem skiptir mestu máli


Vigdís Hrefna Pálsdóttir - Náttúran okkar


Eiríkur Fjalar - Alltaf til í allt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×