RARIK semur við samsærismenn Árni Árnason skrifar 27. janúar 2012 06:00 Samkvæmt reglum á EES svæðinu er opinberum aðilum óheimilt að semja við fyrirtæki sem hafa verið sakfelld fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Engu að síður fór hún hljótt fréttin sem birtist undir jólin að RARIK hefði samið um stórt hitaveituverkefni við erlent fyrirtæki sem hlotið hefur sekt fyrir gróft samkeppnisbrot. Með samningnum fer úr landi verkefni sem munar um í núverandi atvinnuástandi og verkefni sem hefði skilað töluverðum skatttekjum í opinbera sjóði. Útboð þetta hefði gjarnan mátt fá ítarlegri umfjöllun í fréttum. Markaðurinn á meginlandi Evrópu fyrir rör og efni til fjarvarmaveitna á sér nokkra sérstöðu í samkeppnisrétti Evrópusambandsins. Í október 1998 var skýrt frá því að samkeppnisyfirvöld (European Commission) hefðu sektað tíu fyrirtæki um samtals 92,2 milljónir ECU fyrir að starfrækja leynilegt samstarf (cartel) sem gekk út á að skipta markaði, ná samkomulagi milli þátttakenda um verð á lagnaefni og skipta á milli sín hver aðila í samsærinu ætti að vera sigurstranglegastur í tilteknum útboðum á rörum til fjarvarmaveitna. Í samstarfinu fólust einnig tilraunir til þess að knésetja keppinaut, þ.e. fyrirtækið Powerpipe í Svíþjóð, sem vildi ekki taka þátt í samráðinu. Voru því greiddar skaðabætur sem námu a.m.k. 50 milljónum sænskra króna en aðilar samsærisins fengu háar sektir. Svissneska fyrirtækið ABB Asea Brown Boveri Ltd., en aðalverksmiðja þess er í Danmörku, var í forsvari fyrir hópnum enda langstærst á markaðnum. Það hlaut sekt sem nam 70 milljónum ECU (ISK 11,2 milljarðar) en það næsta í röðinni, Løgstør Rør A/S í Danmörku hlaut sekt sem nam 8,9 milljónum ECU (ISK 1,4 milljarðar). ECU, Evrópumyntin, er forveri evrunnar. Í ágúst 2007 tók gildi hér á landi reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutning og fjarskipti (nr. 755/2007). Í 3. gr. hennar segir að nánar skilgreindir opinberir aðilar og fyrirtæki skuli „útiloka frá gerð opinbers samnings sérhvern þátttakanda eða bjóðanda, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi“ m.a fyrir „þátttöku í skipulögðum brotasamtökum“. Þessi forsaga rifjaðist upp fyrir mér þegar sagt var frá því að RARIK hefði ákveðið að taka tilboði frá Løgstør Rør A/S upp á 465 milljónir ISK. Tilboðið var fyrir Hitaveitu Blönduóss og hitaveitu á Skagaströnd og í nærliggjandi dreifbýli. Í ljósi framanritaðs og forsögunnar vekur það nokkra undrun að RARIK, opinbert fyrirtæki, skuli velja röraframleiðanda með þessa forsögu til verksins. Íslenska ríkið hefur af því umtalsverða skattalega hagsmuni að innlendir aðilar sinni framleiðslunni og skatttekjur af vinnu og útgjöldum allra þeirra sem að verkinu koma renni í opinbera sjóði. Á tímum atvinnuleysis væri í grannlöndum okkar leitað leiða við undirbúning og framkvæmd verks sem þessa til þess að þarlendir aðilar hefðu forskot í samkeppninni. Það var þess vegna með nokkurri forvitni að ég kynnti mér útboðsgögn til þess að kanna hvort sjá mætti þess merki að ætlunin hefði verið að færa innlendum aðilum verkið á silfurfati. Niðurstaðan var þveröfug. Ef eitthvað er má fremur segja að útboðið sé skrifað með hagsmuni erlendra bjóðenda að leiðarljósi. Hér bendi ég á að allt lagnaefnið á að afhendast í einu lagi ekki seinna en 1. júní 2012 sem gerir erlendum aðila sennilega kleift að fá leiguskip til flutnings á lagnaefninu. Þá er reiknað með að varan verði staðgreidd af kaupanda innan þriggja vikna eftir afhendingardag. Þetta eru stífir greiðsluskilmálar. Þegar tveggja ára framkvæmdatími er hafður í huga er RARIK að taka á sig vexti á framkvæmdatíma vegna fjárbindingar í lagnaefni sem eru langt umfram þann verðmun sem fólst í boði lægstu bjóðenda. Munurinn á tilboðum var 7% en til samanburðar eru kjörvextir Íslandsbanka með 1% álagi nú 7%. Loks má nefna að áskilið var að boð aðila væri í evrum sem leysir marga erlenda aðila undan gengisáhættu en færir hana til kaupandans, RARIK. Innlendur framleiðandi tekur einnig gengisáhættu vegna innlends kostnaðar. Ef evran braggast, þó ekki sé nema í það horf sem var í lok síðasta sumars, hefur samningsfjárhæðin hækkað um 4%. Með þessu er ég ekki að segja að útboðið hafi verið skrifað fyrir erlenda aðila. Það vakti hins vegar undrun mína að sá aðili, sem er ráðgjafi kaupanda, mun aldrei hafa heimsótt eina innlenda aðilann sem kom til greina, þ.e. Set ehf. á Selfossi, til þess að kynna sér starfsemi hans. Set er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sinni grein. Ég hef oft heimsótt fyrirtækið með erlendum sérfræðingum á sviði lagnamála og hafa þeir lokið upp miklu lofsorði á starfsemi þess. Þá er í útboðsgögnum að finna nokkuð sérstæðar villur. Þar er vísað til laga sem eru ekki lengur í gildi. Einnig er vísað til DIN staðla í útboðslýsingu en þeir staðlar hafa vikið fyrir nýrri EN stöðlum. Þetta er hins vegar nokkuð, sem þeir, sem hafa verið lengi í viðskiptum, kippa sér ekki mikið upp við enda eru úreltar lýsingar í útboðum algengari en ætla mætti. Á löngum viðskiptaferli hef ég séð mikið af óvönduðum útboðslýsingum. Fullkomin aðferðafræði við opinber innkaup almennt verður seint fundin. Ef engar reglur gilda má stórlega mismuna aðilum. Reynslan hefur þó kennt mér að útboð sé ekki gefin leið til þess að allt sé uppi á borðinu og gegnsæi og heiðarleiki ríki í ferlinu. Þar með er ekki sagt að svo hafi ekki verið í þessu tilviki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samkvæmt reglum á EES svæðinu er opinberum aðilum óheimilt að semja við fyrirtæki sem hafa verið sakfelld fyrir þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Engu að síður fór hún hljótt fréttin sem birtist undir jólin að RARIK hefði samið um stórt hitaveituverkefni við erlent fyrirtæki sem hlotið hefur sekt fyrir gróft samkeppnisbrot. Með samningnum fer úr landi verkefni sem munar um í núverandi atvinnuástandi og verkefni sem hefði skilað töluverðum skatttekjum í opinbera sjóði. Útboð þetta hefði gjarnan mátt fá ítarlegri umfjöllun í fréttum. Markaðurinn á meginlandi Evrópu fyrir rör og efni til fjarvarmaveitna á sér nokkra sérstöðu í samkeppnisrétti Evrópusambandsins. Í október 1998 var skýrt frá því að samkeppnisyfirvöld (European Commission) hefðu sektað tíu fyrirtæki um samtals 92,2 milljónir ECU fyrir að starfrækja leynilegt samstarf (cartel) sem gekk út á að skipta markaði, ná samkomulagi milli þátttakenda um verð á lagnaefni og skipta á milli sín hver aðila í samsærinu ætti að vera sigurstranglegastur í tilteknum útboðum á rörum til fjarvarmaveitna. Í samstarfinu fólust einnig tilraunir til þess að knésetja keppinaut, þ.e. fyrirtækið Powerpipe í Svíþjóð, sem vildi ekki taka þátt í samráðinu. Voru því greiddar skaðabætur sem námu a.m.k. 50 milljónum sænskra króna en aðilar samsærisins fengu háar sektir. Svissneska fyrirtækið ABB Asea Brown Boveri Ltd., en aðalverksmiðja þess er í Danmörku, var í forsvari fyrir hópnum enda langstærst á markaðnum. Það hlaut sekt sem nam 70 milljónum ECU (ISK 11,2 milljarðar) en það næsta í röðinni, Løgstør Rør A/S í Danmörku hlaut sekt sem nam 8,9 milljónum ECU (ISK 1,4 milljarðar). ECU, Evrópumyntin, er forveri evrunnar. Í ágúst 2007 tók gildi hér á landi reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutning og fjarskipti (nr. 755/2007). Í 3. gr. hennar segir að nánar skilgreindir opinberir aðilar og fyrirtæki skuli „útiloka frá gerð opinbers samnings sérhvern þátttakanda eða bjóðanda, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi“ m.a fyrir „þátttöku í skipulögðum brotasamtökum“. Þessi forsaga rifjaðist upp fyrir mér þegar sagt var frá því að RARIK hefði ákveðið að taka tilboði frá Løgstør Rør A/S upp á 465 milljónir ISK. Tilboðið var fyrir Hitaveitu Blönduóss og hitaveitu á Skagaströnd og í nærliggjandi dreifbýli. Í ljósi framanritaðs og forsögunnar vekur það nokkra undrun að RARIK, opinbert fyrirtæki, skuli velja röraframleiðanda með þessa forsögu til verksins. Íslenska ríkið hefur af því umtalsverða skattalega hagsmuni að innlendir aðilar sinni framleiðslunni og skatttekjur af vinnu og útgjöldum allra þeirra sem að verkinu koma renni í opinbera sjóði. Á tímum atvinnuleysis væri í grannlöndum okkar leitað leiða við undirbúning og framkvæmd verks sem þessa til þess að þarlendir aðilar hefðu forskot í samkeppninni. Það var þess vegna með nokkurri forvitni að ég kynnti mér útboðsgögn til þess að kanna hvort sjá mætti þess merki að ætlunin hefði verið að færa innlendum aðilum verkið á silfurfati. Niðurstaðan var þveröfug. Ef eitthvað er má fremur segja að útboðið sé skrifað með hagsmuni erlendra bjóðenda að leiðarljósi. Hér bendi ég á að allt lagnaefnið á að afhendast í einu lagi ekki seinna en 1. júní 2012 sem gerir erlendum aðila sennilega kleift að fá leiguskip til flutnings á lagnaefninu. Þá er reiknað með að varan verði staðgreidd af kaupanda innan þriggja vikna eftir afhendingardag. Þetta eru stífir greiðsluskilmálar. Þegar tveggja ára framkvæmdatími er hafður í huga er RARIK að taka á sig vexti á framkvæmdatíma vegna fjárbindingar í lagnaefni sem eru langt umfram þann verðmun sem fólst í boði lægstu bjóðenda. Munurinn á tilboðum var 7% en til samanburðar eru kjörvextir Íslandsbanka með 1% álagi nú 7%. Loks má nefna að áskilið var að boð aðila væri í evrum sem leysir marga erlenda aðila undan gengisáhættu en færir hana til kaupandans, RARIK. Innlendur framleiðandi tekur einnig gengisáhættu vegna innlends kostnaðar. Ef evran braggast, þó ekki sé nema í það horf sem var í lok síðasta sumars, hefur samningsfjárhæðin hækkað um 4%. Með þessu er ég ekki að segja að útboðið hafi verið skrifað fyrir erlenda aðila. Það vakti hins vegar undrun mína að sá aðili, sem er ráðgjafi kaupanda, mun aldrei hafa heimsótt eina innlenda aðilann sem kom til greina, þ.e. Set ehf. á Selfossi, til þess að kynna sér starfsemi hans. Set er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sinni grein. Ég hef oft heimsótt fyrirtækið með erlendum sérfræðingum á sviði lagnamála og hafa þeir lokið upp miklu lofsorði á starfsemi þess. Þá er í útboðsgögnum að finna nokkuð sérstæðar villur. Þar er vísað til laga sem eru ekki lengur í gildi. Einnig er vísað til DIN staðla í útboðslýsingu en þeir staðlar hafa vikið fyrir nýrri EN stöðlum. Þetta er hins vegar nokkuð, sem þeir, sem hafa verið lengi í viðskiptum, kippa sér ekki mikið upp við enda eru úreltar lýsingar í útboðum algengari en ætla mætti. Á löngum viðskiptaferli hef ég séð mikið af óvönduðum útboðslýsingum. Fullkomin aðferðafræði við opinber innkaup almennt verður seint fundin. Ef engar reglur gilda má stórlega mismuna aðilum. Reynslan hefur þó kennt mér að útboð sé ekki gefin leið til þess að allt sé uppi á borðinu og gegnsæi og heiðarleiki ríki í ferlinu. Þar með er ekki sagt að svo hafi ekki verið í þessu tilviki.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar