Erlent

Fundu poka með 16 kílóum af kókaíni í pósthúsi SÞ

Diplómatapoki með 16 kílóum af kókaíni fannst nýlega í pósthúsi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York.

Á pokanum er falsað merki Sameinuðu þjóðanna en það var svo illa úr garði gert að grunsemdir vöknuðu hjá starfsmönnum póstsins sem kölluðu lögregluna til.

Talið er að merkið á pokanum hafi verið notað til að auðveldara væri að smygla kókaíninu til Bandaríkjanna. Sú smygltilraun hafi síðan farið í handaskolum og að pokinn hafi alls ekki átt að lenda í pósthúsinu.

Lögreglan telur ekki að neinn starfsmannanna sé tengdur málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×