Erlent

Fjórir bílstjórar stálu frímerkjum fyrir hálfan milljarð

Fjórir bílstjórar hjá dönsku póstþjónustunni hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir eru sakaðir um að hafa nýtt sér glufu í öryggiskerfi póstsins til þess að stela frímerkjum að andvirði um 23 milljónum danskra króna eða sem svarar til hálfum milljarði króna.

Glufan var þannig að þegar frímerki, sem voru heil en átti að eyðileggja, voru send til eyðingar var það gert í almennum ruslagámum. Þetta nýttu bílstjórarnir sér til að stela frímerkjunum.

Lögreglan í Kaupmannahöfn telur að þessi frímerki séu í umferð og varar fólk við tilboðum um að kaupa ódýr frímerki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×