Erlent

28 látnir eftir bílasprengju í Írak

Að minnsta kosti 28 fórust í árásinni. myndin tengist fréttinni ekki beint.
Að minnsta kosti 28 fórust í árásinni. myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AP
Að minnsta kosti 26 fórust og fjöldi fólks særðist þegar bílasprengja sprakk í Bagdad í Írak í dag.

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar átti sprengingin sér stað í grennd við spítala í austurhluta borgarinnar. Jarðarför fór þar fram og hafði hópur fólks safnast saman við spítalann.

Talsmaður Innanríkisráðuneytisins í Írak segir að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Bandarískir hermenn yfirgáfu Írak í síðasta mánuði en síðan þá hefur orðið mikil fjölgun á voðaverkum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×