Erlent

Mótmæla milliríkjasamningi um höfundarrétt

Nokkrir pólskir þingmenn settu upp Guy Fawkes-grímur eftir að samningurinn var undirritaður.
Nokkrir pólskir þingmenn settu upp Guy Fawkes-grímur eftir að samningurinn var undirritaður. mynd/
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í gær milliríkjasamning um höfundarrétt. Samkomulagið kallast ACTA og er því ætlað að takast á við brot á höfundarréttarlögum.

Samningurinn hefur mætt mikilli mótspyrnu. Aðgerðarsinnar segja að samningurinn afmái mörkin milli höfundarréttarbrota og falsana. Því er einnig haldið fram að löggjafar hafi flýtt samningnum í gegnum réttarkerfið undir því yfirvarpi að um alþjóðlegan viðskiptasamning sé um að ræða. Mótmælendur segja að samningurinn sé í raun ný höfundarréttarlög.

Samningurinn var undirritaður af 22 aðildarríkjum Evrópusambandsins í Japan í gær. Í kjölfarið var mótmælt í Póllandi og settu þingmenn þar í landi upp grímu Guy Fawkes í mótmælaskyni.

Evrópusambandið á eftir að staðfesta samninginn en hann verður tekinn til umræðu í júní.

Ráðist hefur verið á vefsíður opinberra stofnanna í Póllandi eftir að samningurinn var undirritaður. Samtökin Anonymous hafa lýst yfir ábyrgð.

Það hafa þó margir mótmælt í raunheiminum og hafa þúsundir Pólverja haldið út á göturnar og mótmælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×