Erlent

Ferris Bueller snýr aftur

Sýnishorn úr væntanlegri auglýsingu gefur til kynna að Ferris Bueller sé væntanlegur á hvíta tjaldið á ný. Auglýsingin verður sýnd á úrslitaleik NFL deildarinnar í amerískum fótbolta, Super Bowl.

„Hvernig höndla ég vinnu á degi sem þessum?" spyr fullvaxta Matthew Broderick í auglýsingunni.

Broderick fór með hlutverk skróparans Ferris Bueller í kvikmyndinni Ferris Bueller's Day Off árið 1986.

Auglýsingin er aðeins tíu sekúndur. Hún endar á vísun í lagið Oh Yeah eftir Yello en lagið var áberandi í kvikmyndinni. Dagsetningin 5.2.2012 birtist síðan undir lokin. Úrslitaleikur NFL verður einmitt spilaður 5. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×