Erlent

Alríkislögregla Bandaríkjanna vill fylgjast með Twitter

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum reynir nú að þróa hugbúnað sem vaktar upplýsingaflæði á samskiptasíðum.
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum reynir nú að þróa hugbúnað sem vaktar upplýsingaflæði á samskiptasíðum. mynd/fedbizopps.gov
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum reynir nú að þróa hugbúnað sem vaktar upplýsingaflæði á samskiptasíðum. Forritið mun leita eftir orðum, frösum og hegðun sem gæti tengst yfirvofandi hættu.

Alríkislögreglan mun ekki koma sjálf að þróun forritsins heldur leitar hún til tæknifyrirtækja sem geta hannað slíkan hugbúnað.

Forritið mun aðeins vakta upplýsingar sem opnar eru öllum. En baráttumenn fyrir málfrelsi hafa þó líst yfir áhyggjum sínum.

Jennifer Lynch hjá samtökunum Electronic Frontier Foundation sagði tímaritinu New Scientist að hugmyndir Alríkislögreglunnar gætu haft afar slæmar afleiðingar fyrir veraldarvefinn.

Hún sagði að hugbúnaðurinn gæti grafið undan því frelsi sem einkennir internetið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×