Erlent

Bæjarstjóri: "Vinsamlegast hættið að senda mér Taco-kökur"

Rómanskir íbúar bæjarins voru ekki hrifnir af ummælum Maturos.
Rómanskir íbúar bæjarins voru ekki hrifnir af ummælum Maturos. mynd/AP
Bæjarstjóri í smábæ í Connecticut í Bandaríkjunum biðlar nú til íbúa bæjarins um að hætta að senda Taco-maískökur á skrifstofu sína.

Joseph Maturo hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um fólk af rómönskum uppruna sem hann lét falla fyrr í vikunni. Hann sagðist vilja hjálpa spænskættuðum íbúum bæjarins með því að éta nokkrar maískökur.

Rómanskir íbúar bæjarins voru ekki hrifnir.

Þeir skipulögðu því herferðina „sendum-bæjarstjóranum-taco" á Twitter og Facebook. Maturo hefur nú fengið sendar rúmlega 4.000 maískökur á skrifstofu sína.

Í tilkynningu frá Maturo kemur fram að hann skilji Taco-kökurnar sem afdráttarlaus skilaboð um gremju spænskættaða í bænum. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á ummælum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×