Erlent

Uppgötvuðu leðurblöku nýlendu í Flórída

Viðgerðarmenn í Flórída uppgötvuðu þéttsetinn hvíldarstað leðurblakna. Mennirnir virðast vera flestu vanir en þeim var þó augljóslega brugðið þegar þúsundir leðurblakna spruttu fram.

Leðurblökur eru afar algengar í Flórída. Þær gegna nauðsynlegu hlutverki í vistkerfi svæðisins og því er ólöglegt að drepa þær.

Samkvæmt Dýralífssamtökum Flórída getur ein leðurblaka étið allt að 3.000 skordýr á hverri nóttu.

Algengustu tegundirnar í Flórída eru Brasilíska leðurblakan, Kvöld leðurblakan og Mexíkóska Free Tail leðurblakan. Sú síðastnefnda er eitt algengasta dýr í Norður-Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×